Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. mars 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá því að Valur endurheimti Íslandsmeistaratitilinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max-deild kvenna var opinberuð í hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn í síðustu viku.

Þær spá því að Valur endurheimti Íslandsmeistaratitilinn en bæði þessi lið hafa misst lykilmenn í vetur. Breiðablik missti einnig þjálfara sinn en þær í Heimavellinum telja að Valur hafi styrkt sig betur á undirbúningstímabilinu.

Það var rifist um allt í sætum fjögur til tíu en það var samróma álit um efstu þrjú sætin.

„Breiðablik er búið að missa fimm af sínum bestu mönnum frá því í fyrra. Valur er búið að missa fjórar landsliðskonur," sagði Hulda Mýrdal.

„Líka bara út frá þjálfaraskiptum. Þetta er stærri heildarpakki," sagði Aníta Lísa Svansdóttir og átti þar við að það hefði í heildina orðið stærri breytingar hjá Blikum.

Ótímabæra spáin:
1. Valur
2. Breiðablik
3. Fylkir
4. Þór/KA
5. Stjarnan
6. Þróttur R.
7. Selfoss
8. Keflavík
9. ÍBV
10. Tindastóll.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Pepsi Max 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner