Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. mars 2021 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Bjarni Mark gerði sigurmark - Guðrún í úrslitaleik
Mynd: Johan Sahlén/Djurgarden
Mynd: Þorgrímur Þráinsson
Guðrún Arnardóttir var í byrjunarliði Djurgården sem rúllaði yfir Moron í sænska bikarnum á undirbúningstímabilinu.

Guðrún og stöllur lentu ekki í vandræðum gegn neðrideildaliðinu og skoruðu fimm mörk á útivelli.

Með sigrinum tryggði Djurgården sér úrslitaleik við Umeå um toppsæti riðilsins. Aðeins eitt lið kemst áfram.

Moron 1 - 5 Djurgården
0-1 S. Olai ('13)
0-2 H. Ekengren ('24)
0-3 P. Boakye ('46)
0-4 S. Olai ('67)
1-4 E. Viklund ('73)
1-5 ('78)

Bjarni Mark Antonsson var þá í liði Brage sem mætti Sirius í æfingaleik.

Brage komst í tveggja marka forystu en Sirius náði að jafna í síðari hálfleik.

Það var Bjarni Mark sem gerði sigurmark leiksins á 81. mínútu og lokatölur 3-2 fyrir Brage.

Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius.

Brage 3 - 2 Sirius
1-0 O. Lundin ('38)
2-0 A. Lundin ('64)
2-1 A. Wikman ('68, víti)
2-2 J. Persson ('79)
3-2 Bjarni Mark Antonsson ('81)

Athugasemdir
banner