Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er enn frá vegna meiðsla og hann var ekki með í dag þegar Augsburg heimsótti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni.
Staðan var markalaus í fyrri hálfleiknum en snemma í seinni hálfleiknum tókst Freiburg forystuna.
Þeir innsigluðu svo sigurinn þegar 79 mínútur voru liðnar af leiknum. Augsburg fékk mikið fleiri marktækifæri en þetta snýst um að koma boltanum í netið og þar hafði Freiburg yfirhöndina.
Freiburg er í áttunda sæti með Augsburg er í 13. sæti. Augsburg er aðeins sex stigum frá 16. sæti en liðið sem endar þar fer í umspilsleiki við lið úr B-deild um sæti í þýsku úrvalsdeildinni.
Alfreð er ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM.
Önnur úrslit:
Þýskaland: Leverkusen steinlá í Berlín
Athugasemdir