Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2023 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 niðurlægði Albaníu og tryggði sér sæti í A-deild
Liðið fyrir leikinn í dag.
Liðið fyrir leikinn í dag.
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið tryggði sér sæti í A-deild undankeppni EM 2024 með prompi og prakt í dag.

Stelpurnar unnu Lúxemborg 6-0 í fyrri leik sínum í riðlinum og niðurlægði svo heimakonur í Albaníu í dag. Leikurinn endaði með 13-0 sigri Íslands.

Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði fjögur mörk, Berglind Freyja Hlynsdóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir tvö mörk hver og Sigdís Eva Bárðardóttir, Sóley María Davíðsdóttir og Jóhanna Elín Halldórsdóttir skoruðu sitt markið hver.

Ísland fer því sannfærandi upp í A-deildina og á því möguleika á því að komast í lokakeppni EM 2024 þegar sú undankeppni hefst.

Sjá einnig:
Tóku gullið á eftirminnilegan hátt - „Margar sem eiga möguleika"
Athugasemdir
banner
banner
banner