Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 18:12
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson fór meiddur af velli - Flýgur til Liverpool
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn Alisson Becker fór meiddur af velli í 2-1 sigri gegn Kólumbíu síðustu nótt.

Alisson lenti í árekstri við Davinson Sánchez og lágu báðir leikmenn eftir á jörðinni. Hvorugur missti meðvitund en þeim var báðum skipt af velli.

Alisson er þegar lagður af stað í ferðalag aftur til Liverpool þar sem hann mun gangast frekari rannsóknir. Hann gæti þó enn náð næsta leik Brasilíu í undankeppninni fyrir HM 2026, gegn erkifjendunum í Argentínu.

Alisson varð fyrir höfuðmeiðslum en ekki er ljóst hversu slæm þau eru. Læknateymi brasilíska landsliðsins vonast til að það sé ekkert að Alisson og að markvörðurinn geti verið klár í stórleik Brasilíu gegn Argentínu strax í næstu viku. Ef allt gengur vel á næstu dögum í Liverpool gæti Alisson flogið aftur til Suður-Ameríku fyrir stórleikinn.

„Alisson líður vel í dag, hann hefur ekkert kvartað eftir meiðslin," segir Rodrigo Lasmar, liðslæknir Brasilíu. „Hann missti aldrei meðvitund og við skiptum honum eingöngu af velli því honum leið eins og hann gæti mögulega hafa fengið heilahristing. Þó að líkurnar séu litlar þá var best að skipta honum útaf til öryggis."

Alisson hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli á tímabilinu og vonast læknateymi Liverpool til að hann bætist ekki við meiðslalistann eftir að Joe Gomez, Conor Bradley og Trent Alexander-Arnold urðu fyrir meiðslum. Þá er Ryan Gravenberch einnig meiddur og því gætu Jarell Quansah eða Kostas Tsimikas spilað í hægri bakverði í næsta leik Liverpool, sem er á heimavelli gegn Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner