Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Lewis-Skelly skoraði eftir 19 mínútur
Mynd: EPA
Bakvörðurinn efnilegi Myles Lewis-Skelly mun seint gleyma 21. mars 2025, deginum sem hann fékk að spila sinn fyrsta A-landsleik fyrir England.

Þessi 18 ára gamli leikmaður byrjaði í vinstri bakverði gegn Albaníu í kvöld og var búinn að skora fyrsta mark leiksins eftir 19 mínútna leik.

Lewis-Skelly tók frábært hlaup upp vinstri kantinn til að vera kominn á réttan stað þegar glæsilegur bolti barst frá Jude Bellingham sem átti magnaða stoðsendingu.

Bellingham fékk boltann á miðjunni og losaði sig undan pressu áður en hann gaf þessa mögnuðu sendingu innfyrir varnarlínuna og beint á Lewis-Skelly.

Sjáðu markið.
Athugasemdir
banner
banner