Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 16:28
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið ÍA og Fylkis: Jón Þór hróflar ekki við sigurliði
Orri Hrafn snýr aftur hjá Val
Viktor gerði þrennu gegn HK.  Verður hann heitur fyrir framan markið í kvöld?
Viktor gerði þrennu gegn HK. Verður hann heitur fyrir framan markið í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn mátti ekki spila gegn Val en snýr aftur í lið Fylkis í dag
Orri Hrafn mátti ekki spila gegn Val en snýr aftur í lið Fylkis í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA tekur á móti Fylki í þriðju umferð Bestu deildarinnar í Akraneshöllinni í dag en flautað verður til leiks klukkan 17. Bæði lið sóttu sín fyrstu stig í síðustu umferð þegar heimamenn í ÍA lögðu HK í Kórnum 4-0 og Fylkismenn gerðu 0-0 jafntefli gegn Val á heimavelli.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  1 Fylkir

Jón Þór Hauksson breytir ekki sigurliði og stillir upp sama liði og lagði HK fyrir viku síðan.

Fylkismenn gera eina breytingu á liði sínu frá leiknum gegn Val. Orri Hrafn Kjartansson kemur inn í liðið eftir að hafa ekki mátt spila gegn Val og fær Ómar Björn Stefánsson sér sæti á bekknum í hans stað.

Byrjunarlið ÍA
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Byrjunarlið Fylkis
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Orri Hrafn Kjartansson
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Athugasemdir
banner
banner