Mark Robins stjóri Coventry var sár en stoltur eftir að liðið féll úr leik í undanúrslitum enska bikarsins eftir tap gegn Manchester United í vítaspyrnukeppni.
Man Utd komst í þriggja marka forystu en Coventry tókst að jafna og héldu að þeir hefðu skorað sigurmarkið á lokasekúndunum í framlengingunni en rangstaða var dæmd.
„Mikil vonbrigði, ég er líka stoltur. Einhver sagði að ekkert lið hafi verið jafn nálægt því að komast í úrslit án þess að komast þangað. Við áttum skilið að komast áfram, við vorum 20 sekúndum frá því en svo var tánöglin fyrir innan, alveg fáránlegt," sagði Robins.
„Hugarfarið breytist því við unnum næstum því. Þá erum við á afturfótunum í vítaspyrnukeppninni. Þrjátíu sekúndum síðar ertu í vítaspyrnukeppni."
Athugasemdir