Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. maí 2020 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Lenglet vill vera áfram hjá Barcelona
Clement Lenglet
Clement Lenglet
Mynd: Getty Images
Fransk landsliðsmaðurinn Clement Lenglet vonast til þess að vera áfram hjá spænska félaginu Barcelona en hann greinir frá þessu í viðtali við RMC Sport.

Lenglet var keyptur til Barcelona frá Sevilla árið 2018 á 35 milljónir evra.

Hann hefur síðan þá náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu en Quique Setien, þjálfari liðsins, hefur þó verið að skiptast á að hafa hann og Samuel Umtiti við hlið Gerard Pique.

Lenglet vill þó berjast fyrir sæti sínu en hann á þrjú ár eftir af samningnum.

„Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni þegar maður er atvinnumaður í knattspyrnu en ég vonast til að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð," sagði Lenglet.

„Þetta fer allt eftir því hvernig glugginn verður og þetta er mjög sérstakur tími fyrir félög en ég vona að ég verði áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner