Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú ár síðan Elín Metta skoraði ekki í jafnmörgum leikjum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen er næstmarkahæsti leikmaður í efstu deild af þeim leikmönnum sem nú spila í deildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir er sú markahæsta.

Athygli hefur vakið í upphafi móts að Elín hefur ekki komist á blað í liði Vals. Fjórar umferðar eru liðnar og Elín skorað að meðaltai 0.74 mörk í leik á sínum ferli í efstu deild. Mörkin eru 0.69 eru mörkin að meðaltali ef horft er á allar keppnir í Valstreyjunni.

Það þarf að leita aftur til ársins 2018 til að finna jafnamarga leiki án marks hjá Elínu í Valstreyjunni. Hún skoraði ekki í sex leikjum í röð árið 2018.

Hún skoraði þá tvö mörk gegn FH þann 24. júní en svo ekkert í leikjum gegn Grindavík (bikar), Þór/KA, Breiðabliki, Selfoss, Breiðabliki (bikar) og Stjörnunni. Hún skoraði svo tvö gegn Grindavík 31. júlí.

Hún skoraði gegn HJK í Meistaradeildinni í vetur en ekki gegn Glasgow í 32-liða úrslitum. Leikirnir eru því samtals orðnir fimm án marks ef horft er í allar keppnir (undirbúningsmót ekki talin með).

Valur er í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig og mætir Breiðabliki í fimmtu umferð á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner