Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 21. maí 2023 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur Gunnlaugs: Þetta er týpískt það sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Flottur sigur, heilstæð frammistaða við smá erfiðar aðstæður en mér fannst við samt eins og í fyrri hálfleik, hugrakkir við að reyna halda í boltan í þessum mótvindi. KA steig hátt upp og gerði okkur alveg erfitt fyrir en mér fannst við samt vera að skapa okkur svona hættulegri sóknir. Svo í seinni nýttum við meðbyrinn, bókstaflega."

Staðan var jöfn 0-0 í fyrri hálfleik en Breiðablik var búið að næla sér í vítaspyrnu sem Höskuldur skoraði úr strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Voru þá einhverjar breytingar gerðar í hálfleik sem leiddu að þessu?

„Ekkert þannig. Við vorum þannig séð bara sáttir með fyrri hálfleikinn, frammistöðuna þar og vissum að við gætum leyft okkur að stíga aðeins hærra í seinni. Bara eins og þegar Gísli vinnur hann (boltan), það er svona týpískt það sem við viljum standa fyrir. Svona kröftug fyrstu skref og áræðni í að fara hratt í pressu og vinna þannig og það eiginlega setti bara svolítið tóninn."

Breiðablik hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og virðast vera komnir í alvöru form. Hvað gefur þessi sigurganga liðinu?

„Þetta gefur manni sjálfstraust að detta á svona „run". Við erum bara hægt og bítandi að finna taktinn og frammistaðan að verða sífellt betri og við erum að lengja góðu kaflana í okkar leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner