Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 21. maí 2023 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur Gunnlaugs: Þetta er týpískt það sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Flottur sigur, heilstæð frammistaða við smá erfiðar aðstæður en mér fannst við samt eins og í fyrri hálfleik, hugrakkir við að reyna halda í boltan í þessum mótvindi. KA steig hátt upp og gerði okkur alveg erfitt fyrir en mér fannst við samt vera að skapa okkur svona hættulegri sóknir. Svo í seinni nýttum við meðbyrinn, bókstaflega."

Staðan var jöfn 0-0 í fyrri hálfleik en Breiðablik var búið að næla sér í vítaspyrnu sem Höskuldur skoraði úr strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Voru þá einhverjar breytingar gerðar í hálfleik sem leiddu að þessu?

„Ekkert þannig. Við vorum þannig séð bara sáttir með fyrri hálfleikinn, frammistöðuna þar og vissum að við gætum leyft okkur að stíga aðeins hærra í seinni. Bara eins og þegar Gísli vinnur hann (boltan), það er svona týpískt það sem við viljum standa fyrir. Svona kröftug fyrstu skref og áræðni í að fara hratt í pressu og vinna þannig og það eiginlega setti bara svolítið tóninn."

Breiðablik hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og virðast vera komnir í alvöru form. Hvað gefur þessi sigurganga liðinu?

„Þetta gefur manni sjálfstraust að detta á svona „run". Við erum bara hægt og bítandi að finna taktinn og frammistaðan að verða sífellt betri og við erum að lengja góðu kaflana í okkar leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner