Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 21. maí 2023 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur Gunnlaugs: Þetta er týpískt það sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Flottur sigur, heilstæð frammistaða við smá erfiðar aðstæður en mér fannst við samt eins og í fyrri hálfleik, hugrakkir við að reyna halda í boltan í þessum mótvindi. KA steig hátt upp og gerði okkur alveg erfitt fyrir en mér fannst við samt vera að skapa okkur svona hættulegri sóknir. Svo í seinni nýttum við meðbyrinn, bókstaflega."

Staðan var jöfn 0-0 í fyrri hálfleik en Breiðablik var búið að næla sér í vítaspyrnu sem Höskuldur skoraði úr strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Voru þá einhverjar breytingar gerðar í hálfleik sem leiddu að þessu?

„Ekkert þannig. Við vorum þannig séð bara sáttir með fyrri hálfleikinn, frammistöðuna þar og vissum að við gætum leyft okkur að stíga aðeins hærra í seinni. Bara eins og þegar Gísli vinnur hann (boltan), það er svona týpískt það sem við viljum standa fyrir. Svona kröftug fyrstu skref og áræðni í að fara hratt í pressu og vinna þannig og það eiginlega setti bara svolítið tóninn."

Breiðablik hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og virðast vera komnir í alvöru form. Hvað gefur þessi sigurganga liðinu?

„Þetta gefur manni sjálfstraust að detta á svona „run". Við erum bara hægt og bítandi að finna taktinn og frammistaðan að verða sífellt betri og við erum að lengja góðu kaflana í okkar leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner