Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 21. maí 2023 19:46
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur Gunnlaugs: Þetta er týpískt það sem við viljum standa fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Höskuldur Gunnlaugsson leikmaður Breiðabliks skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu og kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Flottur sigur, heilstæð frammistaða við smá erfiðar aðstæður en mér fannst við samt eins og í fyrri hálfleik, hugrakkir við að reyna halda í boltan í þessum mótvindi. KA steig hátt upp og gerði okkur alveg erfitt fyrir en mér fannst við samt vera að skapa okkur svona hættulegri sóknir. Svo í seinni nýttum við meðbyrinn, bókstaflega."

Staðan var jöfn 0-0 í fyrri hálfleik en Breiðablik var búið að næla sér í vítaspyrnu sem Höskuldur skoraði úr strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Voru þá einhverjar breytingar gerðar í hálfleik sem leiddu að þessu?

„Ekkert þannig. Við vorum þannig séð bara sáttir með fyrri hálfleikinn, frammistöðuna þar og vissum að við gætum leyft okkur að stíga aðeins hærra í seinni. Bara eins og þegar Gísli vinnur hann (boltan), það er svona týpískt það sem við viljum standa fyrir. Svona kröftug fyrstu skref og áræðni í að fara hratt í pressu og vinna þannig og það eiginlega setti bara svolítið tóninn."

Breiðablik hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og virðast vera komnir í alvöru form. Hvað gefur þessi sigurganga liðinu?

„Þetta gefur manni sjálfstraust að detta á svona „run". Við erum bara hægt og bítandi að finna taktinn og frammistaðan að verða sífellt betri og við erum að lengja góðu kaflana í okkar leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner