Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 KA
„Flottur sigur, heilstæð frammistaða við smá erfiðar aðstæður en mér fannst við samt eins og í fyrri hálfleik, hugrakkir við að reyna halda í boltan í þessum mótvindi. KA steig hátt upp og gerði okkur alveg erfitt fyrir en mér fannst við samt vera að skapa okkur svona hættulegri sóknir. Svo í seinni nýttum við meðbyrinn, bókstaflega."
Staðan var jöfn 0-0 í fyrri hálfleik en Breiðablik var búið að næla sér í vítaspyrnu sem Höskuldur skoraði úr strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Voru þá einhverjar breytingar gerðar í hálfleik sem leiddu að þessu?
„Ekkert þannig. Við vorum þannig séð bara sáttir með fyrri hálfleikinn, frammistöðuna þar og vissum að við gætum leyft okkur að stíga aðeins hærra í seinni. Bara eins og þegar Gísli vinnur hann (boltan), það er svona týpískt það sem við viljum standa fyrir. Svona kröftug fyrstu skref og áræðni í að fara hratt í pressu og vinna þannig og það eiginlega setti bara svolítið tóninn."
Breiðablik hefur núna unnið 5 deildarleiki í röð og virðast vera komnir í alvöru form. Hvað gefur þessi sigurganga liðinu?
„Þetta gefur manni sjálfstraust að detta á svona „run". Við erum bara hægt og bítandi að finna taktinn og frammistaðan að verða sífellt betri og við erum að lengja góðu kaflana í okkar leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.