Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
   mið 21. júní 2023 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Áslaug Munda: Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir að liðið hennar gerði jafntefli 2-2 gegn Þrótt í kvöld. Áslaug spilaði allan leikinn og lagði upp seinna mark Breiðabliks.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Mér finnst þetta í rauninni bara vonbrigði en það er gott að ná allavega stiginu, við vorum alveg vel undir á köflum. Þetta var mikill baráttuleikur á báða bóga."

Breiðablik leiddi í hálfleik 1-0 en staðan varð síðan skyndilega 2-1 fyrir Þróttara eftir að gestirnir skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. 

„Já algjörlega." Segir Áslaug þegar hún er spurð hvort það hafi verið kjaftshögg. „Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir í háflleik. Þær lágu vel á okkur, síðan að fá á okkur þessi tvö mörk bara back to back. Um leið og maður lendir undir þá er þetta bara strax erfiðara."

Eins og fram hefur komið lagði Áslaug upp seinna markið en það kom upp úr stuttu horni sem Agla María tók.

„Í rauninni á ég að taka hornið þarna en Agla María er bara nær og sneggri þannig að hún bara hugsar fljótt og sendir á mig. Ég heyri svo bara Taylor kalla og svo leggur hún hann bara svona fallega inn, bara flott mark hjá henni."

Þessi viðureign var stórleikur umferðarinnar þar sem annað sæti og þriðja sæti mættust. Þar sem Valsarar sem sitja á toppnum gerðu einnig jafntefli í kvöld var þetta gullið tækifæri fyrir þessi lið að minnka forskotið sem þær hafa.

„Það þýðir þá bara ekkert annað en að taka Val í næsta leik og fá öll þrjú stigin, af því annars lendum við bara vel erftir á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner