Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mið 21. júní 2023 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Áslaug Munda: Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir að liðið hennar gerði jafntefli 2-2 gegn Þrótt í kvöld. Áslaug spilaði allan leikinn og lagði upp seinna mark Breiðabliks.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Mér finnst þetta í rauninni bara vonbrigði en það er gott að ná allavega stiginu, við vorum alveg vel undir á köflum. Þetta var mikill baráttuleikur á báða bóga."

Breiðablik leiddi í hálfleik 1-0 en staðan varð síðan skyndilega 2-1 fyrir Þróttara eftir að gestirnir skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. 

„Já algjörlega." Segir Áslaug þegar hún er spurð hvort það hafi verið kjaftshögg. „Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir í háflleik. Þær lágu vel á okkur, síðan að fá á okkur þessi tvö mörk bara back to back. Um leið og maður lendir undir þá er þetta bara strax erfiðara."

Eins og fram hefur komið lagði Áslaug upp seinna markið en það kom upp úr stuttu horni sem Agla María tók.

„Í rauninni á ég að taka hornið þarna en Agla María er bara nær og sneggri þannig að hún bara hugsar fljótt og sendir á mig. Ég heyri svo bara Taylor kalla og svo leggur hún hann bara svona fallega inn, bara flott mark hjá henni."

Þessi viðureign var stórleikur umferðarinnar þar sem annað sæti og þriðja sæti mættust. Þar sem Valsarar sem sitja á toppnum gerðu einnig jafntefli í kvöld var þetta gullið tækifæri fyrir þessi lið að minnka forskotið sem þær hafa.

„Það þýðir þá bara ekkert annað en að taka Val í næsta leik og fá öll þrjú stigin, af því annars lendum við bara vel erftir á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner