Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 21. júní 2023 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Áslaug Munda: Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir að liðið hennar gerði jafntefli 2-2 gegn Þrótt í kvöld. Áslaug spilaði allan leikinn og lagði upp seinna mark Breiðabliks.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Mér finnst þetta í rauninni bara vonbrigði en það er gott að ná allavega stiginu, við vorum alveg vel undir á köflum. Þetta var mikill baráttuleikur á báða bóga."

Breiðablik leiddi í hálfleik 1-0 en staðan varð síðan skyndilega 2-1 fyrir Þróttara eftir að gestirnir skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. 

„Já algjörlega." Segir Áslaug þegar hún er spurð hvort það hafi verið kjaftshögg. „Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir í háflleik. Þær lágu vel á okkur, síðan að fá á okkur þessi tvö mörk bara back to back. Um leið og maður lendir undir þá er þetta bara strax erfiðara."

Eins og fram hefur komið lagði Áslaug upp seinna markið en það kom upp úr stuttu horni sem Agla María tók.

„Í rauninni á ég að taka hornið þarna en Agla María er bara nær og sneggri þannig að hún bara hugsar fljótt og sendir á mig. Ég heyri svo bara Taylor kalla og svo leggur hún hann bara svona fallega inn, bara flott mark hjá henni."

Þessi viðureign var stórleikur umferðarinnar þar sem annað sæti og þriðja sæti mættust. Þar sem Valsarar sem sitja á toppnum gerðu einnig jafntefli í kvöld var þetta gullið tækifæri fyrir þessi lið að minnka forskotið sem þær hafa.

„Það þýðir þá bara ekkert annað en að taka Val í næsta leik og fá öll þrjú stigin, af því annars lendum við bara vel erftir á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner