Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 21. júní 2023 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Áslaug Munda: Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir að liðið hennar gerði jafntefli 2-2 gegn Þrótt í kvöld. Áslaug spilaði allan leikinn og lagði upp seinna mark Breiðabliks.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Mér finnst þetta í rauninni bara vonbrigði en það er gott að ná allavega stiginu, við vorum alveg vel undir á köflum. Þetta var mikill baráttuleikur á báða bóga."

Breiðablik leiddi í hálfleik 1-0 en staðan varð síðan skyndilega 2-1 fyrir Þróttara eftir að gestirnir skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. 

„Já algjörlega." Segir Áslaug þegar hún er spurð hvort það hafi verið kjaftshögg. „Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir í háflleik. Þær lágu vel á okkur, síðan að fá á okkur þessi tvö mörk bara back to back. Um leið og maður lendir undir þá er þetta bara strax erfiðara."

Eins og fram hefur komið lagði Áslaug upp seinna markið en það kom upp úr stuttu horni sem Agla María tók.

„Í rauninni á ég að taka hornið þarna en Agla María er bara nær og sneggri þannig að hún bara hugsar fljótt og sendir á mig. Ég heyri svo bara Taylor kalla og svo leggur hún hann bara svona fallega inn, bara flott mark hjá henni."

Þessi viðureign var stórleikur umferðarinnar þar sem annað sæti og þriðja sæti mættust. Þar sem Valsarar sem sitja á toppnum gerðu einnig jafntefli í kvöld var þetta gullið tækifæri fyrir þessi lið að minnka forskotið sem þær hafa.

„Það þýðir þá bara ekkert annað en að taka Val í næsta leik og fá öll þrjú stigin, af því annars lendum við bara vel erftir á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner