Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mið 21. júní 2023 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Áslaug Munda: Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir leikmaður Breiðabliks var svekkt eftir að liðið hennar gerði jafntefli 2-2 gegn Þrótt í kvöld. Áslaug spilaði allan leikinn og lagði upp seinna mark Breiðabliks.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Þróttur R.

„Mér finnst þetta í rauninni bara vonbrigði en það er gott að ná allavega stiginu, við vorum alveg vel undir á köflum. Þetta var mikill baráttuleikur á báða bóga."

Breiðablik leiddi í hálfleik 1-0 en staðan varð síðan skyndilega 2-1 fyrir Þróttara eftir að gestirnir skoruðu 2 mörk á 2 mínútum. 

„Já algjörlega." Segir Áslaug þegar hún er spurð hvort það hafi verið kjaftshögg. „Við vorum í raun bara heppnar að vera yfir í háflleik. Þær lágu vel á okkur, síðan að fá á okkur þessi tvö mörk bara back to back. Um leið og maður lendir undir þá er þetta bara strax erfiðara."

Eins og fram hefur komið lagði Áslaug upp seinna markið en það kom upp úr stuttu horni sem Agla María tók.

„Í rauninni á ég að taka hornið þarna en Agla María er bara nær og sneggri þannig að hún bara hugsar fljótt og sendir á mig. Ég heyri svo bara Taylor kalla og svo leggur hún hann bara svona fallega inn, bara flott mark hjá henni."

Þessi viðureign var stórleikur umferðarinnar þar sem annað sæti og þriðja sæti mættust. Þar sem Valsarar sem sitja á toppnum gerðu einnig jafntefli í kvöld var þetta gullið tækifæri fyrir þessi lið að minnka forskotið sem þær hafa.

„Það þýðir þá bara ekkert annað en að taka Val í næsta leik og fá öll þrjú stigin, af því annars lendum við bara vel erftir á."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner