Kieran Tierney, leikmaður skoska landsliðins, var borinn af velli gegn Sviss í leik liðanna á miðvikudag. Skotar hafa staðfest að mótinu hjá Tierney sé lokið, hann verði ekki meira með.
Vinstri bakvörðurinn er meiddur aftan í læri. Hann fer núna til félagsliðs síns, Arsenal, þar sem hann fer í nánari skoðun.
Vinstri bakvörðurinn er meiddur aftan í læri. Hann fer núna til félagsliðs síns, Arsenal, þar sem hann fer í nánari skoðun.
„Hann er augljóslega mjög vonsvikinn. Ef við förum áfram þá er ég viss um að hann komi til baka og styðji okkur. Hann er ekki gamall og þarf að hugsa um að fara ekki of hratt af stað aftur," sagði aðstoðarþjálfari Skota í dag.
„Þetta er auðvitað högg, hann er einn af okkar toppleikmönnum og þú þarft þína bestu menn."
Búist er við því að Scott McKenna byrji í stað Tierney gegn Ungverjalandi í lokaleik riðilsins. Það er leikur sem Skotar, sem eru með eitt stig eftir tvo fyrstu leikina, verða að vinna.
Tierney kom til Arsenal frá Celtic árið 2019 og hefur miið glímt við meiðsli frá komu sinni.
Athugasemdir