City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   þri 21. júlí 2020 21:47
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Þetta er það sem við viljum sjá
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R var ótrúlega nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjudeild Karla þegar þeir fengu Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, og var jöfnumark Fram sjálfsmark í uppbótartíma. Gunnar Guðmundsson þjálfari var eðlilega gríðarlega svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Fram

Gunnar var mjög ósáttur með Kristinn Friðrik Hrafnsson dómara leiksins í lokin en Gunnar vildi meina að uppbótartímininn væri liðinn þegar jöfnunarmarkið kemur.

„Uppbótartíminn var liðinn þegar hann dæmir hornspyrnu og svo eftir fyrri hornspyrnuna þá eru komnar yfir tvær mínútur í uppbótartíma þannig að leikurinn var löngu búinn þegar þeir fá seinni hornspyrnuna''.

Það var allt annað að sjá til Þróttar í þessum leik heldur en í síðustu umferð og Gunnar var ánægður með spilamennskuna.

„Við áttum góðan leik í dag og börðumst vel, hefðum átt sigurinn skilið en því miður, það datt ekki með okkur í þetta skipti frekar en önnur''.

Oliver Heiðarsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótturum og gaf liðinu mikinn kraft. Oliver lagði meðal annars upp bæði mörk liðsins og var mjög líflegur. Gunnar var ánægður með hann og liðið í heild.

„Oliver kom mjög flottur inn í seinni hálfleik og ég var í raun ánægður með allt liðið. Baráttan, vinnusemin, dugnaðurinn, þetta var allt til staðar í dag og þetta er það sem við viljum sjá. Við erum með gott lið og við getum spilað fótbolta. Það hefur vantað aðeins upp á þetta hjá okkur. Ef menn mæta svona í fleiri leiki þá förum við að taka fleiri stig það er alveg á hreinu''.

Þróttur á gríðarlega erfiðan leik í næstu umferð en þá mæta þeir ÍBV á útivelli. Spilamennska liðsins í dag hlýtur að gera Gunnar aðeins bjartsýnni fyrir þann leik?

„ÍBV er með hörkulið og eru búnir að standa sig vel í sumar, eru á toppnum. Fyrir okkur er þetta bara eins og hver annar leikur. Við teljum okkur alveg geta farið til Eyja og sótt eitthvað. Við mætum alveg óhræddir þangað en það verður erfiður leikur og hörkuleikur og við gerum okkur grein fyrir því, en bara spennandi verkefni''.

Athugasemdir
banner
banner