Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   þri 21. júlí 2020 21:47
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Þetta er það sem við viljum sjá
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R var ótrúlega nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjudeild Karla þegar þeir fengu Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, og var jöfnumark Fram sjálfsmark í uppbótartíma. Gunnar Guðmundsson þjálfari var eðlilega gríðarlega svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Fram

Gunnar var mjög ósáttur með Kristinn Friðrik Hrafnsson dómara leiksins í lokin en Gunnar vildi meina að uppbótartímininn væri liðinn þegar jöfnunarmarkið kemur.

„Uppbótartíminn var liðinn þegar hann dæmir hornspyrnu og svo eftir fyrri hornspyrnuna þá eru komnar yfir tvær mínútur í uppbótartíma þannig að leikurinn var löngu búinn þegar þeir fá seinni hornspyrnuna''.

Það var allt annað að sjá til Þróttar í þessum leik heldur en í síðustu umferð og Gunnar var ánægður með spilamennskuna.

„Við áttum góðan leik í dag og börðumst vel, hefðum átt sigurinn skilið en því miður, það datt ekki með okkur í þetta skipti frekar en önnur''.

Oliver Heiðarsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótturum og gaf liðinu mikinn kraft. Oliver lagði meðal annars upp bæði mörk liðsins og var mjög líflegur. Gunnar var ánægður með hann og liðið í heild.

„Oliver kom mjög flottur inn í seinni hálfleik og ég var í raun ánægður með allt liðið. Baráttan, vinnusemin, dugnaðurinn, þetta var allt til staðar í dag og þetta er það sem við viljum sjá. Við erum með gott lið og við getum spilað fótbolta. Það hefur vantað aðeins upp á þetta hjá okkur. Ef menn mæta svona í fleiri leiki þá förum við að taka fleiri stig það er alveg á hreinu''.

Þróttur á gríðarlega erfiðan leik í næstu umferð en þá mæta þeir ÍBV á útivelli. Spilamennska liðsins í dag hlýtur að gera Gunnar aðeins bjartsýnni fyrir þann leik?

„ÍBV er með hörkulið og eru búnir að standa sig vel í sumar, eru á toppnum. Fyrir okkur er þetta bara eins og hver annar leikur. Við teljum okkur alveg geta farið til Eyja og sótt eitthvað. Við mætum alveg óhræddir þangað en það verður erfiður leikur og hörkuleikur og við gerum okkur grein fyrir því, en bara spennandi verkefni''.

Athugasemdir
banner