Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 21. júlí 2020 21:47
Sigurður Marteinsson
Gunnar Guðmunds: Þetta er það sem við viljum sjá
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R var ótrúlega nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjudeild Karla þegar þeir fengu Fram í heimsókn í kvöld. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, og var jöfnumark Fram sjálfsmark í uppbótartíma. Gunnar Guðmundsson þjálfari var eðlilega gríðarlega svekktur eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  2 Fram

Gunnar var mjög ósáttur með Kristinn Friðrik Hrafnsson dómara leiksins í lokin en Gunnar vildi meina að uppbótartímininn væri liðinn þegar jöfnunarmarkið kemur.

„Uppbótartíminn var liðinn þegar hann dæmir hornspyrnu og svo eftir fyrri hornspyrnuna þá eru komnar yfir tvær mínútur í uppbótartíma þannig að leikurinn var löngu búinn þegar þeir fá seinni hornspyrnuna''.

Það var allt annað að sjá til Þróttar í þessum leik heldur en í síðustu umferð og Gunnar var ánægður með spilamennskuna.

„Við áttum góðan leik í dag og börðumst vel, hefðum átt sigurinn skilið en því miður, það datt ekki með okkur í þetta skipti frekar en önnur''.

Oliver Heiðarsson kom inn á í hálfleik hjá Þrótturum og gaf liðinu mikinn kraft. Oliver lagði meðal annars upp bæði mörk liðsins og var mjög líflegur. Gunnar var ánægður með hann og liðið í heild.

„Oliver kom mjög flottur inn í seinni hálfleik og ég var í raun ánægður með allt liðið. Baráttan, vinnusemin, dugnaðurinn, þetta var allt til staðar í dag og þetta er það sem við viljum sjá. Við erum með gott lið og við getum spilað fótbolta. Það hefur vantað aðeins upp á þetta hjá okkur. Ef menn mæta svona í fleiri leiki þá förum við að taka fleiri stig það er alveg á hreinu''.

Þróttur á gríðarlega erfiðan leik í næstu umferð en þá mæta þeir ÍBV á útivelli. Spilamennska liðsins í dag hlýtur að gera Gunnar aðeins bjartsýnni fyrir þann leik?

„ÍBV er með hörkulið og eru búnir að standa sig vel í sumar, eru á toppnum. Fyrir okkur er þetta bara eins og hver annar leikur. Við teljum okkur alveg geta farið til Eyja og sótt eitthvað. Við mætum alveg óhræddir þangað en það verður erfiður leikur og hörkuleikur og við gerum okkur grein fyrir því, en bara spennandi verkefni''.

Athugasemdir
banner
banner
banner