Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   fim 21. júlí 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
"Einn í vörninni ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands"
watermark Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir rosalega viðburðarmikinn leik en Breiðablik sigruðu FK Buducnost frá Svartfjallalandi 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

Þessi leikur var algjört bíó frá upphafi til enda, Viktor sammála því?

"Já það er alveg rétt hjá þér, mér fannst við byrja fínt í þessum leik og vera með stjórnina nokkurn veginn í allann leikinn, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið, engin alvöru færi svo sem en svo kemur þetta rauða spjald og þeir verða pirraðir og ætla fara tefja og þá var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur svo kom markið og við vitum að við skorum oftast hérna á heimavelli og þetta var bara þolinmæðin"

Bjuggust Blikar við þessari hegðun frá Svartfellingum?

"Já það var alveg við þessu að búast en ég átti ekki von á svona miklum æsing ef ég á að vera hreinskilinn, þeir reyndu að tefja við hvert tækifæri eftir að við skorum og þegar þeir fá rautt spjald, þeir nenntu ekki að taka innköst eða neitt annað. Þetta var meira en ég átti von á"

Seinni leikurinn gæti alveg eins endað í svipuðu leikriti og átti sér stað á Kópavogsvelli í kvöld.

"Já einn í vörninni hjá þeim sagði við mig hann ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands, þannig ég held að það verði bara gaman"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvað átti sér stað eftir leik, hversu andlega erfiður þessi leikur var og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner