Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fim 21. júlí 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
"Einn í vörninni ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands"
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir rosalega viðburðarmikinn leik en Breiðablik sigruðu FK Buducnost frá Svartfjallalandi 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

Þessi leikur var algjört bíó frá upphafi til enda, Viktor sammála því?

"Já það er alveg rétt hjá þér, mér fannst við byrja fínt í þessum leik og vera með stjórnina nokkurn veginn í allann leikinn, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið, engin alvöru færi svo sem en svo kemur þetta rauða spjald og þeir verða pirraðir og ætla fara tefja og þá var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur svo kom markið og við vitum að við skorum oftast hérna á heimavelli og þetta var bara þolinmæðin"

Bjuggust Blikar við þessari hegðun frá Svartfellingum?

"Já það var alveg við þessu að búast en ég átti ekki von á svona miklum æsing ef ég á að vera hreinskilinn, þeir reyndu að tefja við hvert tækifæri eftir að við skorum og þegar þeir fá rautt spjald, þeir nenntu ekki að taka innköst eða neitt annað. Þetta var meira en ég átti von á"

Seinni leikurinn gæti alveg eins endað í svipuðu leikriti og átti sér stað á Kópavogsvelli í kvöld.

"Já einn í vörninni hjá þeim sagði við mig hann ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands, þannig ég held að það verði bara gaman"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvað átti sér stað eftir leik, hversu andlega erfiður þessi leikur var og fleira.
Athugasemdir
banner