Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 21. júlí 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
"Einn í vörninni ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands"
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir rosalega viðburðarmikinn leik en Breiðablik sigruðu FK Buducnost frá Svartfjallalandi 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

Þessi leikur var algjört bíó frá upphafi til enda, Viktor sammála því?

"Já það er alveg rétt hjá þér, mér fannst við byrja fínt í þessum leik og vera með stjórnina nokkurn veginn í allann leikinn, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið, engin alvöru færi svo sem en svo kemur þetta rauða spjald og þeir verða pirraðir og ætla fara tefja og þá var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur svo kom markið og við vitum að við skorum oftast hérna á heimavelli og þetta var bara þolinmæðin"

Bjuggust Blikar við þessari hegðun frá Svartfellingum?

"Já það var alveg við þessu að búast en ég átti ekki von á svona miklum æsing ef ég á að vera hreinskilinn, þeir reyndu að tefja við hvert tækifæri eftir að við skorum og þegar þeir fá rautt spjald, þeir nenntu ekki að taka innköst eða neitt annað. Þetta var meira en ég átti von á"

Seinni leikurinn gæti alveg eins endað í svipuðu leikriti og átti sér stað á Kópavogsvelli í kvöld.

"Já einn í vörninni hjá þeim sagði við mig hann ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands, þannig ég held að það verði bara gaman"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvað átti sér stað eftir leik, hversu andlega erfiður þessi leikur var og fleira.
Athugasemdir
banner
banner