Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 21. júlí 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
"Einn í vörninni ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands"
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir rosalega viðburðarmikinn leik en Breiðablik sigruðu FK Buducnost frá Svartfjallalandi 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

Þessi leikur var algjört bíó frá upphafi til enda, Viktor sammála því?

"Já það er alveg rétt hjá þér, mér fannst við byrja fínt í þessum leik og vera með stjórnina nokkurn veginn í allann leikinn, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið, engin alvöru færi svo sem en svo kemur þetta rauða spjald og þeir verða pirraðir og ætla fara tefja og þá var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur svo kom markið og við vitum að við skorum oftast hérna á heimavelli og þetta var bara þolinmæðin"

Bjuggust Blikar við þessari hegðun frá Svartfellingum?

"Já það var alveg við þessu að búast en ég átti ekki von á svona miklum æsing ef ég á að vera hreinskilinn, þeir reyndu að tefja við hvert tækifæri eftir að við skorum og þegar þeir fá rautt spjald, þeir nenntu ekki að taka innköst eða neitt annað. Þetta var meira en ég átti von á"

Seinni leikurinn gæti alveg eins endað í svipuðu leikriti og átti sér stað á Kópavogsvelli í kvöld.

"Já einn í vörninni hjá þeim sagði við mig hann ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands, þannig ég held að það verði bara gaman"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvað átti sér stað eftir leik, hversu andlega erfiður þessi leikur var og fleira.
Athugasemdir
banner
banner