Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 21. júlí 2022 22:19
Arnar Laufdal Arnarsson
"Einn í vörninni ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands"
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Viktor átti ekki von á svona miklum æsing
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson var í viðtali hjá Fótbolta.net eftir rosalega viðburðarmikinn leik en Breiðablik sigruðu FK Buducnost frá Svartfjallalandi 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Buducnost

Þessi leikur var algjört bíó frá upphafi til enda, Viktor sammála því?

"Já það er alveg rétt hjá þér, mér fannst við byrja fínt í þessum leik og vera með stjórnina nokkurn veginn í allann leikinn, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið, engin alvöru færi svo sem en svo kemur þetta rauða spjald og þeir verða pirraðir og ætla fara tefja og þá var mikilvægt fyrir okkur að halda haus og láta þetta ekki fara í taugarnar á okkur svo kom markið og við vitum að við skorum oftast hérna á heimavelli og þetta var bara þolinmæðin"

Bjuggust Blikar við þessari hegðun frá Svartfellingum?

"Já það var alveg við þessu að búast en ég átti ekki von á svona miklum æsing ef ég á að vera hreinskilinn, þeir reyndu að tefja við hvert tækifæri eftir að við skorum og þegar þeir fá rautt spjald, þeir nenntu ekki að taka innköst eða neitt annað. Þetta var meira en ég átti von á"

Seinni leikurinn gæti alveg eins endað í svipuðu leikriti og átti sér stað á Kópavogsvelli í kvöld.

"Já einn í vörninni hjá þeim sagði við mig hann ætlaði að bjóða mig velkominn til Svartfjallalands, þannig ég held að það verði bara gaman"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Viktor talar um hvað átti sér stað eftir leik, hversu andlega erfiður þessi leikur var og fleira.
Athugasemdir
banner
banner