Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júlí 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Logi gefur út lag með Prettyboitjoko - Adam kemur við sögu
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar, var að gefa út nýtt lag ásamt Patrik Atlasyni, betur þekktur sem Prettyboitjokko.

Lagið ber heitið 'Skína' og er mikill sumarsmellur.

Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta lagið sem Logi gefur út en auk þess að spila fótbolta þá hefur Logi getið gott orð af sér sem tónlistamaðurinn Luigi.

Logi var spurður út í lagið í viðtali fyrir Evrópuleikinn gegn Riga og sagði þá: „Ég er ekkert að spá mikið í því, mér finnst bara gaman að gera tónlist. Patti sér um að auglýsa þetta," sagði Logi.

Adam Ægir Pálsson, sem hefur átt mjög gott tímabil með Val, á líka línu í laginu og þá virðist hann taka þátt í tónlistarmyndbandinu sem á enn eftir að gefa út.

Logi er búinn að vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins en það hefur verið áhugi á honum erlendis að undanförnu. Hefur hann verið sterklega orðaður við Djurgården og Gautaborg í Svíþjóð en leikmaðurinn segist vera með einbeitingu á verkefnið hér heima með Víkingum.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner