Selfoss 3 - 4 Völsungur
1-0 Gonzalo Zamorano Leon ('6 )
1-1 Jakob Gunnar Sigurðsson ('50 )
2-1 Dagur Jósefsson ('54 , sjálfsmark)
3-1 Reynir Freyr Sveinsson ('73 )
3-2 Arnar Pálmi Kristjánsson ('79 , sjálfsmark)
3-3 Jakob Gunnar Sigurðsson ('92 )
3-4 Óskar Ásgeirsson ('93 )
Rautt spjald: Ívan Breki Sigurðsson, Selfoss ('19) Lestu um leikinn
Það var magnaður leikur á Selfossi í dag þar sem heimamenn fengu Völsung í heimsókn. Selfoss er á toppi deildarinnar en Völsungur gat blandað sér í toppbaráttuna með sigri.
Selfoss tók forystuna snemma leiks þegar Gonzalo Zamorano skoraði en eftir tuttugu mínútna leik voru heimamenn orðnir manni færri þegar Ívan Breki Sigurðsson fékk rautt spjald fyrir að sparka í Xabier Cardenas Anorga.
Í upphafi seinni hálfleiks tókst Völsungi að jafna metin þegar markahrókurinn Jakob Gunnar Sigurðsson skallaði boltann í netið. Völsungur náði forystunni stuttu síðar þegar Dagur Jósefsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en dramatíkinni var hvergi nærri lokið.
Þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Reynir Freyr Sveinsson metin þegar hann kom með slaka fyrirgjöf en boltinn söng í netinu.
Arnar Pálmi Kristjánsson fyrirliði Völsungs virtist síðan vera tryggja Selfyssingum stigin þrjú þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Jakob Gunnar jafnaði metin í uppbótatíma með öðru marki sínu í dag og það var síðan Óskar Ásgeirsson sem innsiglaði sigur Völsungs.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Selfoss | 22 | 16 | 3 | 3 | 51 - 27 | +24 | 51 |
2. Völsungur | 22 | 13 | 4 | 5 | 50 - 29 | +21 | 43 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 58 - 33 | +25 | 42 |
4. Víkingur Ó. | 22 | 12 | 6 | 4 | 50 - 30 | +20 | 42 |
5. KFA | 22 | 11 | 2 | 9 | 52 - 46 | +6 | 35 |
6. Haukar | 22 | 9 | 3 | 10 | 40 - 42 | -2 | 30 |
7. Höttur/Huginn | 22 | 9 | 3 | 10 | 41 - 50 | -9 | 30 |
8. Ægir | 22 | 6 | 7 | 9 | 29 - 35 | -6 | 25 |
9. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 43 | -5 | 23 |
10. Kormákur/Hvöt | 22 | 5 | 4 | 13 | 19 - 42 | -23 | 19 |
11. KF | 22 | 5 | 3 | 14 | 26 - 50 | -24 | 18 |
12. Reynir S. | 22 | 4 | 3 | 15 | 28 - 55 | -27 | 15 |