De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 17. júlí 2024 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Mynd: KR
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en þessi hávaxni sóknarmaður klárar samt tímabilið með Völsungi áður en hann gengur í raðir KR í haust.

Jakob var í eldlínunni með Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld og ræddi um félagaskiptin eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  1 Völsungur

Hann hefur fengið mikla athygli og umtal en hann er markahæstur í 2. deild með ellefu mörk. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmann að takast á við þetta?

„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," segir Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið?

„Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."

Jakob hafði úr ýmsu að velja. Af hverju valdi hann KR?

„Mér fannst þetta bara mest spennandi. Frábært teymi hjá þeim og flottur klúbbur. Bara mest spennandi fannst mér."

Jakob fundaði með sex félögum áður en hann tók ákvörðun. Hann segir að nú sé hinsvegar markmiðið að reyna að hjálpa Völsungi að komast upp úr 2. deildinni en liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sætinu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jakob meðal annars um tap Völsungs gegn Haukum í kvöld. Haukar unnu 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner