Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 17. júlí 2024 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Mynd: KR
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en þessi hávaxni sóknarmaður klárar samt tímabilið með Völsungi áður en hann gengur í raðir KR í haust.

Jakob var í eldlínunni með Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld og ræddi um félagaskiptin eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  1 Völsungur

Hann hefur fengið mikla athygli og umtal en hann er markahæstur í 2. deild með ellefu mörk. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmann að takast á við þetta?

„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," segir Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið?

„Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."

Jakob hafði úr ýmsu að velja. Af hverju valdi hann KR?

„Mér fannst þetta bara mest spennandi. Frábært teymi hjá þeim og flottur klúbbur. Bara mest spennandi fannst mér."

Jakob fundaði með sex félögum áður en hann tók ákvörðun. Hann segir að nú sé hinsvegar markmiðið að reyna að hjálpa Völsungi að komast upp úr 2. deildinni en liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sætinu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jakob meðal annars um tap Völsungs gegn Haukum í kvöld. Haukar unnu 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner