Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mið 17. júlí 2024 21:50
Elvar Geir Magnússon
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Jakob var kynntur hjá KR í dag.
Mynd: KR
Mynd: KR
Hinn sautján ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson var í dag staðfestur sem nýr leikmaður KR en þessi hávaxni sóknarmaður klárar samt tímabilið með Völsungi áður en hann gengur í raðir KR í haust.

Jakob var í eldlínunni með Völsungi í Fótbolti.net bikarnum í kvöld og ræddi um félagaskiptin eftir leik.

Lestu um leikinn: Haukar 4 -  1 Völsungur

Hann hefur fengið mikla athygli og umtal en hann er markahæstur í 2. deild með ellefu mörk. Hvernig hefur verið fyrir ungan leikmann að takast á við þetta?

„Það hefur bæði verið erfitt og gaman á sama tíma. Það er bara mjög gaman að fá athyglina og allt þannig," segir Jakob. Er ekki þægilegt að allt sé núna frágengið?

„Jú það er mjög þægilegt, nú er bara aftur fullur fókus og gera mitt besta fyrir Völsung."

Jakob hafði úr ýmsu að velja. Af hverju valdi hann KR?

„Mér fannst þetta bara mest spennandi. Frábært teymi hjá þeim og flottur klúbbur. Bara mest spennandi fannst mér."

Jakob fundaði með sex félögum áður en hann tók ákvörðun. Hann segir að nú sé hinsvegar markmiðið að reyna að hjálpa Völsungi að komast upp úr 2. deildinni en liðið er sem stendur sex stigum frá öðru sætinu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Jakob meðal annars um tap Völsungs gegn Haukum í kvöld. Haukar unnu 4-1 sigur.
Athugasemdir
banner
banner