„Mjög kærkominn sigur, við vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni þannig bara mjög gott að koma sér í gang almennilega." sagði Aron Bjarnason leikmaður Breiðablik eftir 4-2 sigurinn á KR á Kópavogsvelli í kvöld
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 2 KR
„Við tókum góðan leik á fimmtudaginn og spiluðum vel. Tókum það með okkur inn í þennan leik og nýttum færin okkar vel í fyrri hálfleik og bara öflugur sigur."
Breiðablik komst í þriggja marka forystu en fengu mark á sig strax eftir þriðja markið og komust KR aftur inn í leikinn.
„Það var smá svekkjandi en samt góð staða inn í hálfleik að vera með tvö mörk, síðan byrjuðum við bara seinni hálfleikinn mjög vel og hefðum geta skorað miklu fleiri mörk í seinni hálfleiknum en við tökum þennan sigur."
Aron Bjarnason var mjög öflugur í kvöld og lagði upp tvö mörk ásamt því að skapa fullt af frábærum færum fyrir Breiðablik í kvöld.
„Ég náði að búa til fullt af færum og leggja upp mörk þannig ég er bara sáttur með það."
Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.