
„Þetta var góður leikur. Ágætir spilakaflar inn á milli hjá okkur en við hefðum viljað halda boltanum betur niðri. En Valskonur eru með sterkt lið og við gáfum þeim góðan leik í dag,“ sagði Þóra Jónsdóttir, miðjumaður Selfoss, eftir 1-0 tap gegn Val á heimavelli.
Lestu um leikinn: Selfoss 0 - 1 Valur
Selfoss varð bikarmeistari á laugardag og Þóra viðurkennir að það hafi verið erfitt að jarðtengja sig fyrir leikinn í dag.
„Hópurinn var alveg svolítið hátt uppi en við erum ennþá með stórt markmið, að ná þriðja sætinu, og okkur langar að því markmiði. Það er nóg eftir.“
Næsti leikur liðsins er einmitt gegn Þór/KA sem situr í 3. sætinu.
„Við erum ótrúlega spenntar að spila þann leik. Við ætlum að taka þrjú stig og ná okkar markmiði. Við mætum mjög gíraðar í þann leik.“
Nánar er rætt við Þóru í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir