Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 21. september 2020 21:19
Brynjar Ingi Erluson
England: De Bruyne allt í öllu í sigri Man City
Wolves 1 - 3 Manchester City
0-1 Kevin de Bruyne ('20 , víti)
0-2 Phil Foden ('32 )
1-2 Raul Jimenez ('78 )
1-3 Gabriels Jesus ('90 )

Manchester City vann fyrsta leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Wolves 3-1 á Molineux-leikvanginum í kvöld. Kevin de Bruyne átti þátt í öllum mörkunum.

City vildi fá vítaspyrnu strax á 1. mínútu leiksins er Conor Coady var í baráttunni við Raheem Sterling í teignum. Atvikið var skoðað en ekkert dæmt.

Liðið fékk hins vegar vítaspyrnu á 20. mínútu er Romain Saiss braut á Kevin de Bruyne innan teigs. De Bruyne tók spyrnuna sjálfur og skoraði framhjá Rui Patricio.

Tólf mínútum síðar bætti Phil Foden við öðru marki. Foden byrjaði sóknina en hann kom boltanum á Gabriel Jesus sem fann síðan De Bruyne. Belgíski landsliðsmaðurinn kom boltanum inn fyrir á Sterling sem gat skotið sjálfur en kaus að leggja hann út á Foden sem skoraði örugglega.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Rui Patricio var að verja vel í fyrri hálfleiknum og Wolves heppið að vera ekki að tapa leiknum stærra.

Gabriel Jesus hélt að hann hefði komið City í 3-0 á 70. mínútu en hann var þá fyrir innan og því dæmdur rangstæður. Átta mínútum síðar minnkaði Raul Jimenez muninn fyrir Wolves.

Daniel Podence var maðurinn á bakvið markið en hann lék á De Bruyne og átti svo frábæra fyrirgjöf á Jimenez sem skoraði.

City tryggði þó sigurinn með marki í uppbótartíma síðari hálfleiks en Jesus gerði það eftir sendingu frá De Bruyne. Lokatölur 3-1 fyrir Man City sem spilaði afar vel í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner