Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 21. september 2020 22:13
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Páll: Smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk kjaftshögg á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar liðið steinlág fyrir Valsmönnum 5-1.

„Við vorum teknir í bakaríið og það er ekkert flóknara en það. Við litum vægast sagt ílla út í fyrri hálfleik og það er reyndar bara til háborinnar skammar hvernig við spiluðum og þeir völtuðu yfir okkur og við vorum algjörlega út úr karakter það sem maður þekkir til þessara lið undanfarin ár og í sumar, búnir að fá fá mörk á okkur og endum með fimm á okkur í fyrri hálfleik á móti Val sem er náttúrulega skandall."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

„Valsmenn voru geggjaðir, það er ekkert flóknara en það. Þeir tóku okkur bara í kennslustund og við litum bara mjög ílla út, eltandi Patrick og Sigga útum allt og opnandi svæði bakvið okkur og þetta var bara eins og smástrákar að spila við fullorðna karlmenn og atvinnumenn"

Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld og var Rúnar spurður hvort það væri ekki gríðarlega erfitt að ráða við þessI gæði Vals sóknarlega

„Já engin spurning og við líka litum þá líta heldur betur vel út í kvöld."

Stjarnan fékk tækifæri til að pressa aðeins á Valsmenn sem sitja á toppi deildarinnar en köstuðu því heldur betur frá sér og var Rúnar Páll spurður hvort það mætti ekki segja að titilbaráttunni sé lokið hjá Stjörnumönnum.

„Já ég meina við höfum ekkert að gera þarna upp í titilbaráttunni ef við ætlum að tapa svona á heimavelli á móti öflugu liði Vals en við höfum ekkert þarna að gera. Við þurfum heldur betur að taka okkur saman í andlitinu fyrir Breiðabliksleikinn eftir tvo daga og við þurfum að rífa okkur í gang og gleyma þessum leik í kvöld, við verðum fúlir í kvöld og síðan þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir Breiðablik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner