Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. september 2020 20:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi um Joey Gibbs: Nánast öll í fyrstu snertingu
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og áttum frábæran fyrri hálfleik og náðum að spila mjög vel og góðan bolta við erfiðar aðstæður. Vorum mjög sáttir með liðið í hálfleik og vildum reyna að halda þessu út í 90 mínútur og svona megnið af seinni hálfleik áttum við leikinn.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar þjálfara Keflavíkur um sitt mat á leik Keflavíkurliðsins eftir 4-2 sigur á Þrótti fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

Keflvíkngar sem eiga í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina geta auk þess að gleðjast yfir góðum sigri glaðst yfir því að vera endurheimta menn úr meiðslum en Sindri Kristinn Ólafsson markvörður þeirra sem óttast var að yrði eitthvað frá var með í dag. Auk þess spilaði Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur sinn fyrsta deildarleik með liðinu í sumar í dag er hann kom inná sem varamaður en hann hefur ekki spilað síðan 12.júní.

„Já engin spurning jákvætt að fá Magga inn. Búinn að vera frá með beinmar í allt sumar og var besti leikmaður liðsins í fyrra og fyrirliðinn okkar og mjög jákvætt og mikilvægt að hann sé byrjaður að spila aftur þar sem við erum með menn í banni í næsta leik á móti Vestra.“

Joey Gibbs hélt áfram að skora fyrir Keflavík og hefur nú skorað 20 mörk fyrir liðið að loknum 16 leikjum. Sannkallaður gullmoli fyrir Keflavík að hafa.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur. og ekki bara í að skora þessi mörk því hann er flottur karakter og frábær í að fá boltann með mann í bakinu. Við höfum ekki tekið það nákvæmlega saman en ég hugsa að ef við myndum skoða þessi 20 mörk sem hann er búinn að skora að þá eru þau nánast öll í fyrstu snertingu. Þannig að hann er að binda endahnútinn á sóknirnar okkar sem hafa verið margar mjög flottar í sumar.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner