Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 21. september 2020 20:02
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi um Joey Gibbs: Nánast öll í fyrstu snertingu
Lengjudeildin
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila mjög vel í dag og áttum frábæran fyrri hálfleik og náðum að spila mjög vel og góðan bolta við erfiðar aðstæður. Vorum mjög sáttir með liðið í hálfleik og vildum reyna að halda þessu út í 90 mínútur og svona megnið af seinni hálfleik áttum við leikinn.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar þjálfara Keflavíkur um sitt mat á leik Keflavíkurliðsins eftir 4-2 sigur á Þrótti fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  2 Þróttur R.

Keflvíkngar sem eiga í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deildina geta auk þess að gleðjast yfir góðum sigri glaðst yfir því að vera endurheimta menn úr meiðslum en Sindri Kristinn Ólafsson markvörður þeirra sem óttast var að yrði eitthvað frá var með í dag. Auk þess spilaði Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur sinn fyrsta deildarleik með liðinu í sumar í dag er hann kom inná sem varamaður en hann hefur ekki spilað síðan 12.júní.

„Já engin spurning jákvætt að fá Magga inn. Búinn að vera frá með beinmar í allt sumar og var besti leikmaður liðsins í fyrra og fyrirliðinn okkar og mjög jákvætt og mikilvægt að hann sé byrjaður að spila aftur þar sem við erum með menn í banni í næsta leik á móti Vestra.“

Joey Gibbs hélt áfram að skora fyrir Keflavík og hefur nú skorað 20 mörk fyrir liðið að loknum 16 leikjum. Sannkallaður gullmoli fyrir Keflavík að hafa.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur. og ekki bara í að skora þessi mörk því hann er flottur karakter og frábær í að fá boltann með mann í bakinu. Við höfum ekki tekið það nákvæmlega saman en ég hugsa að ef við myndum skoða þessi 20 mörk sem hann er búinn að skora að þá eru þau nánast öll í fyrstu snertingu. Þannig að hann er að binda endahnútinn á sóknirnar okkar sem hafa verið margar mjög flottar í sumar.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir