Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Appelsínugul viðvörun en á að lægja fyrir landsleikinn
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld á að fara fram viðureign Íslands og Hollands í undankeppni fyrir HM kvenna. Leikurinn á að hefjast klukkan 18:45 á Laugardalsvelli.

Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið betra en akkúrat í dag og setti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands inn færslur á Facebook í morgun þar sem viðvaranir hafa verið færðar uppá appelsínugult stig á þeim svæðum landsins þar sem veðrið verður verst samkvæmt veðurspám. Suðvesturhornið er eitt þeirra svæða og fer vindurinn mest upp í 23 metra á sekúndu samkvæmt spá vedur.is.

„Það viðrar illa til ferðalaga og er fólk hvatt til að huga að lausamunum," segir í færslunum. Þó leikmenn séu ekki mikið að ferðast er spurning hvort aðstæður verði einfaldlega boðlegar til að spila fótbolta.

Ef rýnt er í veðurspána þá á veðrið að ganga niður á suðvesturhorninu þegar líður á daginn. Klukkan 19:00 er spáð er mikilli rigningu, sex stiga hita og fjórtán metrum á sekúndu í veðurspá vedur.is. Það á svo að lægja stöðugt þegar líður frekar á kvöldið.

Sjá einnig:
„Ég hef ekki alveg jafnmiklar áhyggjur af veðrinu og þú"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner