Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. september 2021 15:04
Elvar Geir Magnússon
Lagerback orðinn aðstoðarþjálfari hjá Östersund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er ekki hættur en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Östersund, Liðið er í vondum málum á botni sænsku úrvalsdeildarinnar en vonast til að reynsla Lagerback hjálpi því að klifra frá fallsætunum.

Per Joar Hansen var í upphafi mánaðarins ráðinn þjálfari Östersund en hann var áður aðstoðarmaður Lagerback hjá norska landsliðinu.

„Perry fékk þetta starf og við þekkjumst vel. Ég sjálfur bý ekki langt frá svo ég var klár í að aðstoða. Þú verður að kenna Perry um að ég er hér!" segir Lagerback léttur.

Lagerback, sem er 73 ára, var í þjálfarateymi Íslands þegar Arnar Þór Viðarsson tók við en samstarfið gekk ekki upp og í ágúst var tilkynnt að Lagerback væri ekki lengur í starfinu.


Athugasemdir
banner
banner