Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svakaleg prófraun fyrir Guðnýju - „Við höfum trú á henni"
Icelandair
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa byrjar á bekknum.
Elísa byrjar á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir fær verðugt verkefni sem hægri bakvörður Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM í kvöld.

Guðný spilar vanalega sem miðvörður en Þorsteinn Halldórsson gefur henni það verkefni að spila sem hægri bakvörður í kvöld. Hún mun þurfa að verjast gegn Lieke Mertens, sem er einn af burðarstólpunum í liði Evrópumeistara Barcelona.

„Það er verið að henda henni í djúpu laugina í þessum leik. Hún er að spila á móti einum besta leikmanni heims. Þetta verður ærið verkefni," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Vals, á RÚV um Guðnýju.

„Ég veit ekki hvort hann sé að tippa á hraðann í Guðnýju, en hún þarf að taka vel á því í dag."

Elísa Viðarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, er eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn í hópnum. Hún þarf að gera sér það að góðu að vera á varamannabekknum. Margrét Lára Viðarsdóttir, mesti markaskorari í sögu Íslands, telur að systir sín sé svekkt.

„Ég myndi halda það. Hún er eini leikmaðurinn í hópnum sem er hreinræktaður hægri bakvörður. Hún er búin að spila frábærlega fyrir lið Vals í sumar og er mikill leiðtogi. Hún hefur líka spilað einhverja 50 landsleiki og hefur reynslu á því sviði. Ingibjörg hefur líka spilað þessa stöðu. Maður reiknaði kannski því frekar að hann myndi spilað með Ingibjörgu í bakverði og Guðnýju í miðverði," sagði Margrét Lára.

„Guðný er ótrúlega fljót og góður varnarmaður. Það verður gaman að sjá þessa baráttu á milli hennar og Mertens. Þetta er alla vega svakaleg prófraun fyrir hana. Við höfum trú á henni," sagði Margrét jafnframt.

Guðný er á mála hjá AC Milan en hefur ekki náð að spila mikið þar vegna þess að hún hefur verið að stíga upp úr meiðslum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún mun standa sig.

Leikurinn hefst 19:45. Hægt er að fara í beina textalýsingu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner