Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Amöndu nákvæmlega vera leikmanninn sem Íslandi vantar
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin 17 ára gamla Amanda Andradóttir gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í kvöld er liðið mætir Hollandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Amanda valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska. Faðir hennar er fyrrum landsliðsmaðurinn Andri Sigþórsson en móðir hennar er norsk. Hún gat því valið á milli og spilaði fyrir yngri landslið beggja þjóða. Þorsteinn Halldórsson ákvað svo að velja hana núna í íslenska A-landsliðið og þáði hún boðið.

Rætt var um Amöndu á RÚV fyrir landsleikinn sem var að hefjast. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem er mesti markaskorari í sögu þjóðarinnar, telur að Amanda sé leikmaðurinn sem Íslandi vantar. Amanda var í Val áður en hún fór í atvinnumennsku og virðist Margrét kannast nokkuð vel við leikmanninn efnilega.

„Þetta er frábær stelpa. Mér finnst okkur vanta tíu; framliggjandi miðjumann sem er góð að fá boltann í fætur, velur rétt sóknarlega, getur stungið sér inn í teiginn og skorað mörk. Þetta er Amanda Andradóttir í hnotskurn."

„Hún er nákvæmlega þessi leikmaður sem ég er að lýsa. Ég er mjög spennt fyrir þessari stelpu og ég vona að hún fái tækifæri í dag því hún er ofboðslega efnileg; hún er með rosalega flott hugarfar og mikill íþróttamaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner