banner
   mið 21. september 2022 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard var helsta hetja Bellingham - Samt ekki hægt að útiloka United
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Gríðarlega spennandi leikmaður.
Gríðarlega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Það eru góðar líkur á því að enska ungstirnið Jude Bellingham skipti um félag næsta sumar þegar tvö ár eru eftir af samningi hans hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Borussia Dortmund.

Dortmund er ekki búið að gefast upp á því að halda í hann en hann horfir líklega til þess að taka næsta skref sitt á ferlinum.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er eftirsóttur af stóru félögum á borð við Liverpool, Real Madrid, Chelsea, Manchester United og Manchester City.

The Athletic segir frá því að ef Bellingham sækist eftir því að fara næsta sumar þá sé hann metinn á 150 milljónir evra. Ef hann verður keyptur á þá upphæð þá verður hann dýrasti breski leikmaður sögunnar.

Hann er ekki með neitt riftunarverð í samningi sínum, líkt og norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland var með síðasta sumar.

Það hefur verið fjallað um að Liverpool leiði kapphlaupið um hann en í grein The Athletic er fjallað um að félagið hafi haft áhuga á Bellingham í meira en áratug. Félagið vildi fá hann í akademíu sína en fjölskylda leikmannsins ákvað að halda kyrru í Birmingham. Helsta hetja Bellingham í æsku var Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool.

En það er ekki hægt að útiloka Manchester United heldur í þessari baráttu. Félagið lagði mikið á sig til að krækja í Bellingham áður en hann fór til Dortmund. United var það enska félag sem komst næst því að ná í hann, en hann valdi að fara til Þýskaland til að þróa feril sinn áfram. United hefur haldið áfram að fylgjast með Bellingham síðustu ár.

Hann er frábær alhliða miðjumaður sem er nú þegar með þeim bestu í heiminum. Hannn sýndi það í Meistaradeildinni gegn Manchester City á dögunum.

Það verður áhugavert að sjá hvað verður en enska úrvalsdeildin er klárlega líklegasti áfangastaður hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner