Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   fim 21. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Var hvorki bundinn niður né byrlað þegar ég skrifaði undir hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að halda hollustu sinni við félagið, en hann var á dögunum orðaður við landsliðsþjálfarastarf Þýskalands.

Hansi Flick var rekinn úr starfi og var Klopp um leið orðaður við starfið.

Umboðsmaður Klopp greindi frá því að það væri ekki í myndinni að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti.

Klopp framlengdi samning sinn við Liverpool á síðasta ári, en samningur gildir til 2026 og er stjórinn ekki einu sinni að íhuga það að fara.

„Ég er skuldbundinn hollustu minni til Liverpool. Hjarta mitt er hér í Liverpool,“ sagði Klopp við RTL

„Það er ekki bara hægt að eyða því sem gerðist á síðustu átta árum. Ég skrifaði undir samning hér og svo lengi sem ég man, þá var ég hvorki bundinn niður né byrlað þegar ég skrifaði undir samninginn. Ákvörðun mín var skýr,“ sagði þýski stjórinn í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner