Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
   lau 21. september 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvöllur
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ótrúlega vel, maður er hálf meyr eitthvað, orðlaus... allt fólkið sem kom hingað og það sem við lögðum í þennan leik. Mér fannst við vinna sanngjarnt besta lið Íslands. Þeir eru frábært lið og ég ber þvílíka virðingu fyrir hvað þeir hafa gert," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að hann stýrði liði sínu til bikarmeistaratitils.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ótrúlega stoltur, stoltur að sjá fólkið, stoltur að geta við höfum geta tekið bikarinn norður."

„Mér finnst þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við vel undirbúnir og með meiri þrá en þeir; þeir eru í fleiri keppnum. Ég sá það á mínu liði í dag að við ættum góða möguleika."

„Þvílíkt kredit á strákana, sjáðu bara stúkuna og stjórnina sem hefur staðið á bakvið okkur."

„Þetta er æðisleg tilfinning, gjörsamlega æðisleg tilfinning. Fólkið sem er á bakvið KA, sjálfboðaliðar, allt fólkið af norðan. Þetta er yndisleg tilfinning, eitthvað sem mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár."

„Ég er sammála því að þetta lið var andlega tilbúnara (en liðið í fyrra). Það er það sem sker úr á stórum mómentum."

„Frábær, æðislegur karakter, stóð upp á stórum mómentum og á stóran þátt í að við unnum þennan leik,"
sagði Hallgrímur um markvörðinn sinn Steinþór Má Auðunsson - Stubb.

Hans Viktor Guðmundsson var maður leiksins í dag. „Hann var gjörsamlega frábær, hann er búinn að standa sig svo vel, bæði þegar það gekk illa og vel hjá okkur. Hann er búinn að vera frábær í sumar. Ég var smá efins, þetta var hans stærsti leikur á ævinni, en hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér, frábær í dag."

„Tímabilið var ekki undir en það er risamunur á því að vinna bikarinn eða komast bara í úrslita leik,"
sagði þjálfarinn eftir leik. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner