Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   lau 21. september 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvöllur
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ótrúlega vel, maður er hálf meyr eitthvað, orðlaus... allt fólkið sem kom hingað og það sem við lögðum í þennan leik. Mér fannst við vinna sanngjarnt besta lið Íslands. Þeir eru frábært lið og ég ber þvílíka virðingu fyrir hvað þeir hafa gert," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að hann stýrði liði sínu til bikarmeistaratitils.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ótrúlega stoltur, stoltur að sjá fólkið, stoltur að geta við höfum geta tekið bikarinn norður."

„Mér finnst þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við vel undirbúnir og með meiri þrá en þeir; þeir eru í fleiri keppnum. Ég sá það á mínu liði í dag að við ættum góða möguleika."

„Þvílíkt kredit á strákana, sjáðu bara stúkuna og stjórnina sem hefur staðið á bakvið okkur."

„Þetta er æðisleg tilfinning, gjörsamlega æðisleg tilfinning. Fólkið sem er á bakvið KA, sjálfboðaliðar, allt fólkið af norðan. Þetta er yndisleg tilfinning, eitthvað sem mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár."

„Ég er sammála því að þetta lið var andlega tilbúnara (en liðið í fyrra). Það er það sem sker úr á stórum mómentum."

„Frábær, æðislegur karakter, stóð upp á stórum mómentum og á stóran þátt í að við unnum þennan leik,"
sagði Hallgrímur um markvörðinn sinn Steinþór Má Auðunsson - Stubb.

Hans Viktor Guðmundsson var maður leiksins í dag. „Hann var gjörsamlega frábær, hann er búinn að standa sig svo vel, bæði þegar það gekk illa og vel hjá okkur. Hann er búinn að vera frábær í sumar. Ég var smá efins, þetta var hans stærsti leikur á ævinni, en hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér, frábær í dag."

„Tímabilið var ekki undir en það er risamunur á því að vinna bikarinn eða komast bara í úrslita leik,"
sagði þjálfarinn eftir leik. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner