„Mér líður ótrúlega vel, maður er hálf meyr eitthvað, orðlaus... allt fólkið sem kom hingað og það sem við lögðum í þennan leik. Mér fannst við vinna sanngjarnt besta lið Íslands. Þeir eru frábært lið og ég ber þvílíka virðingu fyrir hvað þeir hafa gert," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að hann stýrði liði sínu til bikarmeistaratitils.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Víkingur R.
„Ég er ótrúlega stoltur, stoltur að sjá fólkið, stoltur að geta við höfum geta tekið bikarinn norður."
„Mér finnst þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við vel undirbúnir og með meiri þrá en þeir; þeir eru í fleiri keppnum. Ég sá það á mínu liði í dag að við ættum góða möguleika."
„Þvílíkt kredit á strákana, sjáðu bara stúkuna og stjórnina sem hefur staðið á bakvið okkur."
„Þetta er æðisleg tilfinning, gjörsamlega æðisleg tilfinning. Fólkið sem er á bakvið KA, sjálfboðaliðar, allt fólkið af norðan. Þetta er yndisleg tilfinning, eitthvað sem mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár."
„Ég er sammála því að þetta lið var andlega tilbúnara (en liðið í fyrra). Það er það sem sker úr á stórum mómentum."
„Frábær, æðislegur karakter, stóð upp á stórum mómentum og á stóran þátt í að við unnum þennan leik," sagði Hallgrímur um markvörðinn sinn Steinþór Má Auðunsson - Stubb.
Hans Viktor Guðmundsson var maður leiksins í dag. „Hann var gjörsamlega frábær, hann er búinn að standa sig svo vel, bæði þegar það gekk illa og vel hjá okkur. Hann er búinn að vera frábær í sumar. Ég var smá efins, þetta var hans stærsti leikur á ævinni, en hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér, frábær í dag."
„Tímabilið var ekki undir en það er risamunur á því að vinna bikarinn eða komast bara í úrslita leik," sagði þjálfarinn eftir leik. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir