Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Daníel Hafsteins: Þá ertu helvíti líklegur
Bjarni Aðalsteins: Hann er kóngurinn, ég elska hann
Arnar Gunnlaugs: Stundum þarftu að finna fyrir sársaukanum
Jakob Snær: Tilfinningarnar eiga eftir að rigna meira yfir mann seinna
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Ívar Örn: Ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
banner
   lau 21. september 2024 19:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvöllur
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér"
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
'Mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Hans Viktor fagnar með Ívari Erni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður ótrúlega vel, maður er hálf meyr eitthvað, orðlaus... allt fólkið sem kom hingað og það sem við lögðum í þennan leik. Mér fannst við vinna sanngjarnt besta lið Íslands. Þeir eru frábært lið og ég ber þvílíka virðingu fyrir hvað þeir hafa gert," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir að hann stýrði liði sínu til bikarmeistaratitils.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Ég er ótrúlega stoltur, stoltur að sjá fólkið, stoltur að geta við höfum geta tekið bikarinn norður."

„Mér finnst þetta verðskuldaður sigur. Mér fannst við vel undirbúnir og með meiri þrá en þeir; þeir eru í fleiri keppnum. Ég sá það á mínu liði í dag að við ættum góða möguleika."

„Þvílíkt kredit á strákana, sjáðu bara stúkuna og stjórnina sem hefur staðið á bakvið okkur."

„Þetta er æðisleg tilfinning, gjörsamlega æðisleg tilfinning. Fólkið sem er á bakvið KA, sjálfboðaliðar, allt fólkið af norðan. Þetta er yndisleg tilfinning, eitthvað sem mun hlýja okkar um hjartarætur um ókomin ár."

„Ég er sammála því að þetta lið var andlega tilbúnara (en liðið í fyrra). Það er það sem sker úr á stórum mómentum."

„Frábær, æðislegur karakter, stóð upp á stórum mómentum og á stóran þátt í að við unnum þennan leik,"
sagði Hallgrímur um markvörðinn sinn Steinþór Má Auðunsson - Stubb.

Hans Viktor Guðmundsson var maður leiksins í dag. „Hann var gjörsamlega frábær, hann er búinn að standa sig svo vel, bæði þegar það gekk illa og vel hjá okkur. Hann er búinn að vera frábær í sumar. Ég var smá efins, þetta var hans stærsti leikur á ævinni, en hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér, frábær í dag."

„Tímabilið var ekki undir en það er risamunur á því að vinna bikarinn eða komast bara í úrslita leik,"
sagði þjálfarinn eftir leik. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner