„Tilfinningin er bara geggjuð, ólýsanleg," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, eftir 2-0 sigur gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.
„Við komum hingað í fyrra og höfum tvisvar farið í undanúrslit eftir að ég kom. Það er geggjuð tilfinning að klára þetta loksins."
„Við komum hingað í fyrra og höfum tvisvar farið í undanúrslit eftir að ég kom. Það er geggjuð tilfinning að klára þetta loksins."
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Víkingur R.
Elfar hefur leikið með KA frá 2015 en hann er mögulega á sínu síðasta tímabili með félaginu. Samningur hans rennur út eftir leiktíðina.
„Þegar ég kom vorum við í 1. deild. Þá var stefnan að fara í úrvalsdeild og gera einhverja hluti. Síðustu ár hefur gengið vel og það er geggjað að ná þessu áður en maður hættir."
„Það er frábært að ná einum stórum titli, ekki spurning."
Stuðningsmenn KA voru frábærir í kvöld. „Við fórum líka í Evrópuleikina í fyrra og vorum að spila fyrir sunnan, en þá voru margir. Það er geggjað hvað það eru margir hérna og það sýnir hvað stuðningurinn er góður í þessu félagi."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir