Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   lau 21. september 2024 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Elfar Árni hér framarlega á myndinni.
Elfar Árni hér framarlega á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er bara geggjuð, ólýsanleg," sagði Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður KA, eftir 2-0 sigur gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld.

„Við komum hingað í fyrra og höfum tvisvar farið í undanúrslit eftir að ég kom. Það er geggjuð tilfinning að klára þetta loksins."

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Elfar hefur leikið með KA frá 2015 en hann er mögulega á sínu síðasta tímabili með félaginu. Samningur hans rennur út eftir leiktíðina.

„Þegar ég kom vorum við í 1. deild. Þá var stefnan að fara í úrvalsdeild og gera einhverja hluti. Síðustu ár hefur gengið vel og það er geggjað að ná þessu áður en maður hættir."

„Það er frábært að ná einum stórum titli, ekki spurning."

Stuðningsmenn KA voru frábærir í kvöld. „Við fórum líka í Evrópuleikina í fyrra og vorum að spila fyrir sunnan, en þá voru margir. Það er geggjað hvað það eru margir hérna og það sýnir hvað stuðningurinn er góður í þessu félagi."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner