Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, verður frá keppni næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna meiðsla.
Bailly var ónotaður varamaður í leiknum gegn Newcastle á laugardag en hann var síðan ekki með gegn PSG í gær.
Bailly var ónotaður varamaður í leiknum gegn Newcastle á laugardag en hann var síðan ekki með gegn PSG í gær.
Hinn 26 ára gamli Bailly verður frá keppni fram að landsleikjahléinu í nóvember en hann mun missa af leikjum gegn Chelsea, RB Leipzig, Arsenal, Istanbul Basaksehir og Everton.
Bailly kom til Manchester United frá Villarreal árið 2016 en síðan þá hefur hann samtals verið frá keppni í yfir 300 daga vegna meiðsla á hné og ökkla.
Harry Maguire missti einnig af leiknum gegn PSG í gær en Axel Tuanzebe kom inn í vörnina og stóð sig mjög vel.
Athugasemdir