Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
banner
   mán 21. október 2024 11:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír af dyggustu þjónum Stjörnunnar kveðja félagið
Daníel Laxdal.
Daníel Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn munu kveðja Stjörnuna eftir leikinn gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla næsta laugardag.

Það eru Daníel Laxdal, Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson.

Þeir hafa allir skilað flottu starfi fyrir Stjörnuna en Daníel og Hilmar eru tveir af fremstu leikmönnum í sögu félagsins. Daníel hefur spilað vel yfir 500 leiki fyrir félagið og var lengi vel fyrirliði, en hann er núna að leggja skóna á hilluna.

Hilmar Árni hefur frá 2016 raðað inn mörkum fyrir Stjörnuna og verið einn besti leikmaður liðsins. Þórarinn Ingi hefur leikið með Stjörnunni frá 2018 en hann lék áður með FH og ÍBV.

„Liðið og þessir leikmenn eiga skilið að fylla völlinn í sínum síðasta leik. Þetta er tækifærið til þess að þakka þeim fyrir allt sem þeir hafa gert – fyrir augnablikin sem munu lifa í minningum okkar um ókomna tíð!" segir í tilkynningu Stjörnunnar.

„Einnig lifir ennþá von um Evrópusætið og þar af leiðandi er stuðningurinn ekki síður mikilvægur í þeirri baráttu."
Athugasemdir