Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. desember 2022 00:55
Brynjar Ingi Erluson
Lopetegui ánægður með fyrsta sigurinn
Julen Lopetegui
Julen Lopetegui
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, nýr stjóri Wolves, stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld er liðið bar sigurorð af Gillingham, 2-0, í enska deildabikarnum og er liðið því áfram í 8-liða úrslit.

Lopetegui var látinn fara frá Sevilla eftir tap gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni, en hann var ráðinn til Wolves rétt fyrir HM í Katar.

Hann fékk svo smjörþefinn af enska boltanum í kvöld er liðið spilaði við neðrideildarlið Gillingham en viðbrigðin voru mikil. Það tók liðið 77 mínútur að ná í fyrsta markið en það kom úr víti sem Hwang Hee-Chan fiskaði og síðan tvöfaldaði Ryana Ait Nouri forystuna undir lok leiks.

„Stundum fer leikstíllinn eftir andstæðingnum. Við fáum öðruvísi andstæðinga en við fengum í dag. Við spiluðum við lið sem var að spila 6-3-1 í dag og það er alls ekki auðvelt. Auðvitað verðum við að finna leið í gegnum þetta.“

„Þeir eru ekki þessa hættulegu leikmenn sem við munum mæta í úrvalsdeildinni.“

„Þeir hafa verið mjög einbeittir og reynt að komast hjá því að fá föst leikatriði á sig. Ég er ánægður með þá,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner