Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. desember 2022 10:15
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo að semja í Sádi-Arabíu - Real Madrid telur sig fá Bellingham
Powerade
Cristiano Ronaldo er á leið til Sádi-Arabíu.
Cristiano Ronaldo er á leið til Sádi-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Fer Jude Bellingham til Real Madrid?
Fer Jude Bellingham til Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Diogo Costa er orðaður við Man Utd.
Diogo Costa er orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ochoa til Salernitana.
Ochoa til Salernitana.
Mynd: Twitter
Góðan og gleðilegan miðvikudag. Gluggagægir kom til byggða í nótt. Ronaldo, Martinelli, Bellingham, Messi, Gvardiol, Costa og fleiri í slúðurpakkanum í boði Powerade.

Al Nassr í Sádi-Arabíu býst við því að framherjinn Cristiano Ronaldo (37) gangi frá samningi við félagið fyrir lok ársins. Ronaldo mun skrifa undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum 174 milljónir punda, 200 milljón evrur. (Marca)

Gabriel Martinelli (21), brasilíski framherjinn hjá Arsenal, er að ganga frá nýjum samningi við félagið sem færir honum 200 þúsund pund í vikulaun. (Mail)

Real Madrid telur sig hafa skákað Liverpool og Manchester City í baráttunni um Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund og enska landsliðsins. (Sun)

Frönsku meistararnir í paris St-Germain vilja gera nýjan samning við Lionel Messi (35) á næstu dögum. Argentínski heimsmeistarinn verður samningslaus í sumar og honum er frjálst að ræða við félög utan Frakklands frá 1. janúar. (Goal)

Arsenal og Atletico Madrid hafa áhuga á argentínska heimsmeistaranum Alexis Mac Allister (23) hjá Brighton. Mac Allister var frábær á miðju Argentínu á HM. (AS)

Manchester United þarf að borga 65 milljóna punda riftunarákvæði til að fá portúgalska markvörðinn Diogo Costa (23) frá Porto næsta sumar. (Correio da Manha)

Líklegt er að króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol (20) verði áfram hjá þýska félaginu RB Leipzig út sumarið. 96 milljóna punda riftunarákvæði verður virkt 2024. (Sky Sports)

Arsenal hefur sýnt áhuga á að fá úkraínska vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21) frá Shaktar Donetsk í janúarglugganum. Þetta staðfestir íþróttastjóri úkraínska félagsins. (Football 365)

Tilraunir Tottenham til að fá ítalska stjórann Antonio Conte til að skrifa undir nýjan samning áður en enska úrvalsdeildin fer aftur af stað virðast ekki ætla að ganga upp. Félagið hefur boðið honum launahækkun upp á 1 milljón punda á ári. (Mail)

Atletico Madrid vinnur að lausnum til að halda brasilíska miðverðinum Felipe (33) eftir að Wolves gerði tilraun til að fá hann. (Fabrizio Romano)

Arsenal er tilbúið að bíða til sumars með það að fá belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) en þá rennur samnngur hans við Leicester út. (Football London)

Eddie Howe stjóri Newcastle hefur kælt sögusagnir um að félagið gæti keypt argentínska landsliðsmanninn Enzo Fernandez (21). Hann segir að þessi miðjumaður Benfica sé of dýr. (Sky Sports)

Mexíkóski markvörðurinn Guillermo Ochoa (37) er að fara til ítalska félagsins Salernitana á frjálsri sölu. Samningur hans við Club America er runninn út. (Sky Sports Italia)

Inter hefur hafið viðræður við ítalska varnarmanninn Alessandro Bastoni (23) um nýjan samning en Manchester City og Tottenham hafa sýnt honum áhuga. (La Gazzetta Dello Sport)

Argentínski miðjumaðurinn Rodrigo De Paul (28) var nálægt því að ganga í raðir Leeds frá Udinese áður en hann fór til Atletico Madrid. (TalkSport)

Sílemaðurinn Ben Brereton Díaz (23) mun líklega vera áfram hjá Blackburn eftir janúargluggann og halda möguleikum sínum opnum næsta sumar þegar samningur hans rennur út. (Football League World)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner