Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 22. janúar 2021 10:42
Magnús Már Einarsson
María Þórisdóttir í Manchester United (Staðfest)
Kvenaboltinn
Manchester United hefur fengið Maríu Þórisdóttur til liðs við sig frá Chelsea. María samdi við Manchester United út tímabilið 2023.

„Ég er stolt af því að ganga til liðs við Manchester United," sagði María eftir undirskrift.

„Þegar ég ólst upp þá var félagið alltaf stórt í Noregi og að vera núna hluti af kvennaliðinu er mjög spennandi."

María er norsk landsliðskona en hún á ættir að rekja til Íslands þar sem faðir hennar er Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Chelsea og Manchester United eru jöfn á toppi ensku ofurdeildarinnar í augnablikinu.

Athugasemdir
banner