Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 22. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Moukoko áfram hjá Dortmund (Staðfest)
Youssoufa Moukoko framlengdi í gær samning sinn við Borussia Dortmund til 2026.

Moukoko, sem er 18 ára gamall, kemur upp úr unglingastarfi Dortmund.

Hann er fæddur í Kamerún en flutti ungur að árum til Þýskalands og þykir nú með efnilegustu leikmönnum heimsins.

Stærstu félög reyndu að fá hann frá Dortmund en hann gat farið á frjálsri sölu í sumar þar sem samningur hans var að renna út, en Moukoko valdi að vera áfram hjá Dortmund.

Framherjinn skrifaði í dag undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við félagið og er hann því samningsbundinn til 2026.

Moukoko var í þýska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar undir lok síðasta árs.


Athugasemdir
banner