Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 22. febrúar 2020 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Held að þið verðið orðin mjög þreytt á mér
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
„Ég held að þið verðið orðin mjög þreytt á mér því ég held að ég sé mikið að endurtaka mig," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 2-1 tap gegn sínu gamla félagi, Chelsea á Stamford Bridge.

„Ég ætla að segja það nákvæmlega sama og ég sagði eftir leikinn gegn Leipzig."

Sjá einnig:
Mourinho: Byssubardagi án þess að hafa kúlur

Son Heung-min og Harry Kane eru báðir frá vegna meiðsla. „Ég er mjög stoltur af leikmönnunum, þeir gáfu algjörlega allt. Við erum ekki með sóknarmann. Sóknarleikmenn okkar eru ekki 'níur' og eru mjög, mjög þreyttir. Þetta er mjög erfitt fyrir okkur. Það voru engin taktísk vandamál, við gerðum einstaklingsmistök."

„Á síðasta hluta leiksins þegar það kom hræðsla í Chelsea-liðið þá vantaði okkur aukinn kraft í sókninni, við höfðum það ekki til að gera meira en það sem við gerðum."

„Til að skapa færi þá þarftu stóran framherja eða hraða leikmenn sem geta skipt um stöður, þú þarft aðra dínamík í liðið. Við erum ekki með níu og við erum með þreytta leikmenn, svo einfalt er það. Við gerðum mjög, mjög vel. Ef við hefðum skorað á undan þá hefðum við getað unnið því við vorum vel skipulagðir."

Mourinho talaði einnig um möguleikana sem Chelsea hafði sóknarlega. „Sóknarmaður Chelsea var Heimsmeistari og á bekknum var annar kostur í enska landsliðið. Þeir eru svo með landsliðsmann á Belgíu. Við erum ekki með neinn sóknarmann á vellinum eða í stúkunni, þeir eru á spítala."

„Tap er tap, en það mikilvæga er að leikmennirnir héldu áfram að berjast til síðustu sekúndu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig."

Giovani Lo Celso, miðjumaður Tottenham, átti að fá rautt spjald í leiknum. Mourinho sagðist ekki hafa séð atvikið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner