Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 22. febrúar 2021 19:42
Brynjar Ingi Erluson
Áhorfendur mega mæta aftur á völlinn í maí
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlandseyja, tilkynnti í dag að áhorfendur megi mæta aftur á völlinn frá og með 17. maí næstkomandi.

Ensku félögin hafa lítið fengið að sjá af stuðningsmönnum sínum á þessari leiktíð vegna áhrifa kórónaveirunnar en 2000 stuðningsmenn voru leyfðir í nokkrar vikur í desember áður en það skall á önnur bylgja.

Útgöngubann hefur verið í gildi frá 6. janúar en Johnson greindi frá komandi tilslökunum og vonast hann til þess að aflétta útgöngubanninu þann 21. júní.

Hann kom þá með jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn en þeir mega mæta á völlinn frá og með 17. maí. Það þýðir að stuðningsmenn ensku liðanna fá að sjá liðin sín í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni.

Tíu þúsund áhorfendur fá að mæta á stóru vellina sem eru með sæti fyrir 40 þúsund áhorfendur eða meira en það má selja miða fyrir 4000 manns á minni leikvanga.

Bresk stjórnvöld munu gera tilraunir í apríl til að sjá hvort það verði hægt að gæta að öryggi fólks og koma í veg fyrir smit á stórum viðbörðum og fara svo aftur yfir stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner