Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
Luis de la Fuente framlengir við spænska landsliðið til 2026
Mynd: Getty Images
Spænska landsliðið er búið að virkja ákvæði í samningi landsliðsþjálfarans Luis de la Fuente sem framlengir núgildandi samning til 2026.

De la Fuente mun því stýra Spáni á EM í Þýskalandi í sumar og er markmiðið að vera enn við stjórnvölinn þegar HM í Norður-Ameríku ber að garði sumarið 2026.

De La Fuente er 62 ára gamall og hefur starfað fyrir spænska landsliðið í rúman áratug, þar sem hann byrjaði sem þjálfari U19 ára liðsins.

Hann þjálfaði U19 liðið við góðan orðstír í fimm ár áður en hann fékk stöðuhækkun og tók við U21 landsliðinu, þar sem hann gerði frábæra hluti. Honum tókst að vinna EM með báðum yngri landsliðunum áður en hann leiddi A-landsliðið til sigurs í Þjóðadeildinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner