Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. mars 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fellaini fyrsti leikmaður kínverska boltans með kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini er fyrsti leikmaður kínverska boltans til að greinast með kórónuveiruna.

Fellaini fékk jákvæða niðurstöðu úr prófi sem hann tók í Jinan héraði í Kína.

Fellaini er besti leikmaður Shandong Luneng þar sem hann er kominn með 13 mörk í 34 leikjum. Graziano Pellé, fyrrum sóknarmaður Southampton, er einnig hjá félaginu og hefur skorað 54 sinnum í 110 leikjum.

Fellaini er 32 ára gamall og hefur aðeins sýnt mild einkenni hingað til.

Fellaini á 87 landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hann gerði garðinn frægan með Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner