mán 22. mars 2021 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Gullit: Markmið Van Dijk er að spila með Liverpool og ná EM
Virgil van Dijk er byrjaður að æfa með bolta
Virgil van Dijk er byrjaður að æfa með bolta
Mynd: Getty Images
Hollenska goðsögnin Ruud Gullit segir að markmið Virgil van Dijk sé að ná restinni af tímabilinu með Liverpool og koma sér í stand fyrir Evrópumótið.

Van Dijk meiddist illa í október eftir tæklingu frá Jordan Pickford í grannaslag Liverpool og Everton en hann sleit krossband og hefur verið í endurhæfingu síðan.

Hann er byrjaður að æfa með bolta og virðist styttast í endurkomuna en Gullit telur að markmið Van Dijk sé að ná nokkrum leikjum með Liverpool á leiktíðinni og spila með hollenska landsliðinu á EM.

„Þegar maður sá hversu alvarleg þessi meiðsli voru í byrjun þá vissi maður að hann myndi ekki spila marga leiki með Liverpool á þessu tímabili. Maður verður samt að setja sér markmið þegar svona meiðsli eiga sér stað og markmiðið hans var að ná Evrópumótinu," sagði Gullit.

„Læknarnir myndu segja það sama en félagið hans vill auðvitað að hann spili nokkra leiki áður en hann fer á EM. Hollendingar vilja það líka. Ég vona að hann nái þessu markmiði en ef hann verður orðinn klár þá mun hann ekki vera alveg í takt fyrst, þannig við verðum að bíða og sjá."

„Það mikilvægasta fyrir Holland er að hann spili nokkra leiki fyrst með Liverpool,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner