mán 22. mars 2021 16:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Valgeir æfði ekki með hópnum og fór fyrr af æfingu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Íslenska U21 árs landsliðið kom saman í gær á hóteli í Györ í Ungverjalandi. Í morgun bættust svo við þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Mikael Neville Anderson og Sveinn Aron Guðjohnsen sem léku með félagsliðum sínum í dönsku Superliga í gær.

Athygli vakti að Valgeir Lunddal Friðriksson tók ekki þátt í hefðbundinni upphitun með hópnum. Valgeir lék ekki með Häcken í sænska bikarnum á laugardag þar sem hann var stífur í kálfa.

Valgeir fór svo af æfingu að upphituninni lokinni.

Þeir Jón Dagur og Mikael tóku heldur ekki þátt í hefðbundinni upphitun þar sem þeir léku stór hlutverk hjá sínum liðum í gær.

Sveinn Aron, sem kom inn á undir lok leiks í gær, tók fullan þátt í æfingu liðsins á þeim tíma sem starfsmaður Fótbolta.net hafði aðgang að æfingunni.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Rússlandi á fimmtudag.

Fróðleiksmoli um Györ:

Györ, fyrir þá sem ekki vita, er einhvers konar heimaborg Audi, þar eru vélar samsteypunnar að mestu framleiddar og Audi eitt helsta kennileiti borgarinnar. Audi valdi þessa staðsetningu þar sem stutt er til Búdapest, Vínar og Bratislava, þriggja höfuðborga. Györ er sjötta fjölmennasta borg Ungverjalands og þar er eitt allra sterkasta kvennahandboltalið í heimi og er Audi aðal styrktaraðilinn, en ekki hvað.


Einn hring í viðbót?

Jón Dagur og Mikael rólegir á bekknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner