mið 22. mars 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gavi gæti farið frítt í sumar
Mynd: Getty Images

Barcelona er í miklum vandræðum eftir að liðinu mistókst að skrá Gavi í aðalliðshópinn.


Barcelona gerði nýjan samning við Gavi og gaf honum treyju númer sex en liðið neyðist til að taka hana af honum og ógilda samninginn þar sem pappírar skiluðu sér of seint.

Gavi mun þó geta spilað fyrir liðið en mun þurfa að fara aftur í treyju númer 30. Þetta þýðir einnig að félagið þarf að græja nýjan samning upp á nýtt en eins og staðan er í dag mun hann þá yfirgefa félagið í sumar á frjálsri sölu.

Það þykir þó ólíklegt en þetta gerir sumarið hjá félaginu enn flóknara. Félagið þarf að gera pláss til að skrá nýja samninga hjá Gavi og Ronald Araujo en félagið vill einnig semja við Ousmane Dembele og Alejandro Balde.


Athugasemdir
banner
banner
banner