Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Draumabyrjun Filipe Luís heldur áfram
Unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en hann hefur tapað leikjum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Filipe Luís hefur byrjað þjálfaraferilinn sinn ótrúlega vel eftir að hann tók við þjálfarastarfinu hjá Flamengo í Brasilíu í byrjun október.

Liðið hefur eingöngu tapað tveimur leikjum undir hans stjórn og er þegar búið að sanka að sér þremur titlum. Luís hefur því unnið fleiri titla sem þjálfari heldur en hann hefur tapað leikjum.

Flamengo tapaði síðast heimaleik gegn Nova Iguacu 20. janúar og hefur síðan þá sigrað 11 leiki og gert 2 jafntefli.

Fyrir það tapaði Flamengo heimaleik gegn Boavista en sá leikur telst ekki með hjá Luís vegna þess að hann var fjarverandi. Cléber dos Santos stýrði liðinu í fjarveru Luís.

Fyrsta tap Luís við stjórnvölinn kom 17. október, á heimavelli gegn Fluminense. Allir tapleikir liðsins síðan Luís tók við hafa því komið á útivelli.

Filipe Luís er 39 ára gamall og lék meðal annars fyrir Atlético Madrid, Chelsea og brasilíska landsliðið á ferli sínum sem leikmaður. Hann lauk ferlinum hjá Flamengo, fékk þjálfarastarf innan félagsins og var eldfljótur að vinna sig upp í stöðu aðalþjálfara meistaraflokks.

Undir hans stjórn er Flamengo þegar búið að sigra Copa do Brasil, Supercopa do Brasil og Campeonato Carioca.
Athugasemdir
banner
banner
banner