Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. apríl 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Atletico upp fyrir nágranna sína á toppnum
Carrasco skoraði seinna mark Atletico.
Carrasco skoraði seinna mark Atletico.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 2 - 0 Huesca
1-0 Angel Correa ('39 )
2-0 Yannick Ferreira-Carrasco ('80 )

Atletico Madrid endurheimti sæti sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Huesca í kvöld.

Atletico stjórnaði ferðinni í þessum leik og átti 18 marktilraunir gegn fjórum hjá gestunum.

Argentínumaðurinn Angel Correa braut ísinn fyrir heimamenn rétt undir lok fyrri hálfleiks og tíu mínútum áður en venjulegur leiktími kláraðist þá skoraði Yannick Ferreira-Carrasco.

Lokatölur 2-0 fyrir Atletico sem er aftur komið upp fyrir Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Atletico er með þremur stigum meira en nágrannar sínir. Það er mikil spenna í baráttunni en bæði Atletico og Real eiga sex leiki eftir. Barcelona er átta stigum frá toppnum en á tvo leiki til góða. Huesca er í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner