Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti: Leyfið mér að minnast á Lucas Vazquez
Lucas Vazquez.
Lucas Vazquez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lucas Vazquez átti flottan leik og var á skotskónum þegar Real Madrid vann 3-2 sigur gegn Barcelona í El Clasico í gær.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, vildi sérstaklega minnast á Vazquez þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

Vazquez er kantmaður sem hefur breyst í bakvörð, en hann hefur leikið með Real Madrid allan sinn feril og er mikill liðsmaður. Hann fær kannski ekki alltaf það hrós sem hann á skilið.

„Leyfið mér að minnast á Lucas Vazquez," sagði Ancelotti eftir leikinn.

„Þvílíkur leikmaður. Hann spilar frábærlega. Hann keppir við Dani Carvajal, sem er einn sá besti í heiminum í sinni stöðu. Dani hefði getað spilað í dag en Lucas er að spila afskaplega vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner