Helena Ósk Hálfdánardóttir er mætt í FH á láni frá Val og er komin með leikheimild fyrir leik FH gegn Tindastóli. Sá leikur hefst klukkan 17:00 á Sauðárkróksvelli í dag.
Helena var ónotaður varamaður hjá Val í gær þegar meistararnir lögðu Þór/KA að velli í opnunarleik Bestu deildarinnar.
Helena var ónotaður varamaður hjá Val í gær þegar meistararnir lögðu Þór/KA að velli í opnunarleik Bestu deildarinnar.
Helena samdi við Val í vetur en hún kom frá Breiðabliki. Hún missti af síðasta tímabili vena meiðsla - sleit krossband. Hún þekkir vel til hjá FH, er uppalin þar og lék fimm fyrstu tímabilin sín í meistaraflokki með liðinu (2016-20).
Helena Ósk hefur spilað 135 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 26 mörk og þá hefur hún leikið 23 leiki og skorað fjögur mörk fyrir yngri landslið Íslands
Hún var í byrjunarliðinu þegar Valur tapaði gegn Víkingi í vítaspyrnukeppni í meistarakeppni KSÍ fyrir tæpri viku síðan.
Helena skrifaði í vetur undir samning við Val sem gildir út tímabilið 2025.
Athugasemdir