Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo hvíldur í naumum sigri - Mahrez skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo og Sadio Mane voru ekki í leikmannahópi Al-Nassr þegar liðið vann nauman sigur á Damac í sádí arabísku deildinni í dag.

Stefano Pioli, stjórii Al-Nassr, hvíldi stórstjörnurnar fyrir leik gegn japanska liðinu Yokohama F. Marinos í átta liða úrslitum Meistaradeildar Asíu.

Al-Nassr vann leikinn í dag 3-2 en varnarmaðurinn Aymeric Laporte komst á blað.

Riyad Mahrez skoraði og lagði upp í 3-2 sigri Al-Ahli gegn Al-Wehda. Al-Nassr er í 3. sæti með 60 stig eftir 29 umferðir. Al-Ahli er í 4. sæti með 58 stig.
Athugasemdir
banner