Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 11:18
Elvar Geir Magnússon
Wilshere stýrir Norwich í lokaleikjum tímabilsins
Wilshere í leiknum fræga gegn Íslandi á EM 2016.
Wilshere í leiknum fræga gegn Íslandi á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norwich City hefur rekið danska stjórann Johannes Hoff Thorup eftir þrjá tapleiki í röð í Championship-deildinni.

Thorup stýrði áður Nordsjælland i heimalandinu en var ráðinn til Norwich í maí á síðasta ári.

Ben Knapper, íþróttastjóri félagsins, segir að frammistaða og úrslit liðsins hafi ekki verið ásættanleg að undanförnu og því hafi verið tekin sú ákvörðun að láta Thorup taka pokann sinn.

Jack Wilshere, fyrrum miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, mun stýra Norwich í tveimur síðustu leikjum þess á tímabilinu. Hann kom inn í þjálfarateymi Norwich í vetur.

Norwich er í fjórtánda sæti Championship-deildarinnar.
Mynd: Norwich

Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 44 27 13 4 89 29 +60 94
2 Burnley 44 26 16 2 61 15 +46 94
3 Sheffield Utd 44 27 7 10 60 35 +25 86
4 Sunderland 44 21 13 10 58 41 +17 76
5 Bristol City 44 17 16 11 57 49 +8 67
6 Coventry 44 19 9 16 62 57 +5 66
7 Middlesbrough 44 18 9 17 64 54 +10 63
8 Millwall 44 17 12 15 45 46 -1 63
9 Blackburn 44 18 8 18 50 46 +4 62
10 West Brom 44 14 18 12 52 44 +8 60
11 Swansea 44 17 9 18 48 52 -4 60
12 Watford 44 16 8 20 51 58 -7 56
13 Sheff Wed 44 15 11 18 58 67 -9 56
14 Norwich 44 13 14 17 67 66 +1 53
15 QPR 44 13 14 17 52 58 -6 53
16 Portsmouth 44 14 10 20 56 69 -13 52
17 Stoke City 44 12 14 18 45 60 -15 50
18 Preston NE 44 10 19 15 45 55 -10 49
19 Oxford United 44 12 13 19 44 62 -18 49
20 Hull City 44 12 12 20 43 52 -9 48
21 Derby County 44 12 10 22 47 56 -9 46
22 Luton 44 12 10 22 41 64 -23 46
23 Cardiff City 44 9 16 19 46 69 -23 43
24 Plymouth 44 10 13 21 48 85 -37 43
Athugasemdir
banner
banner